Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 19:51 Wonder Woman 1984 verður frumsýnd á HBO Max og í kvikmyndahúsum vestanhafs á jóladag. Getty/Alexandre Schneider Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði. Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði.
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34