Spurði hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að hafa neitunarvald varðandi hálendisþjóðgarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 10:18 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og hefur sem slíkur verið sjaldséður í ræðustól þingsins á þessu kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri grænna, blandaði sér í umræður á þingi í gærkvöldi um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, um hálendisþjóðgarð. Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis. Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Í ræðu sinni spurði hann hvort „grenjandi minnihluti“ ætti að geta neitað þjóðinni um að stofna þjóðgarð á sínu eigin landi og sagði í því samhengi að vísbendingar væru um að 65 prósent þjóðarinnar væru hlynnt því að stofna þjóðgarðinn. Ljóst er að málið er umdeilt en sveitarfélög hafa til að mynda gagnrýnt frumvarpið sem og ferðaþjónustuaðilar. Þá er farin af stað undirskriftasöfnun þar sem stofnun þjóðgarðsins er mótmælt Helgidómar og hjarta Íslands Forseti Alþingis er sjaldséður í ræðustól þingsins en Steingrímur, sem oftar en einu sinni hefur verið ræðukóngur Alþingis, kvaðst hafa látið það eftir sér að halda ræðu um málið enda hefði hann sterkar taugar til hálendisins. Þá hefði hann setið í þverpólitískri nefnd um málið fyrir hönd VG. Sagði Steingrímur að stofnun hálendisþjóðgarðs væri honum mikið tilfinningamál. Í huga hans leyndust helgidómar og hjarta Íslands á hálendinu. „Hinir eiginlegu helgidómar míns lífs það er að komast til dæmis í brekkuna í Arnarfelli hinu mikla og sjá þá ótrúlega miklu gróðurvin, í yfir 600 metra hæð yfir sjó. […] Þar er hjarta Íslands, þar er helgidómur. Fyrir okkur sem erum ekki trúuð þá er vissulega hægt að komast í helgidóma, þeir eru kannski annars eðlis heldur en kirkjur eða moskur,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst því fagna málinu mjög og sagðist vonast til að þinginu tækist vel upp í meðferð þess. Þá sagðist hann sannfærður um að hægt væri að vinna málið áfram til að samstaðan um það breikki. „Eru þó vísbendingar um að 65 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að stofna þennan þjóðgarð, vilji fá sinn hálendisþjóðgarð, það er væntanlega eitthvað sem menn gera stundum með þegar landið virðist liggja þannig, og að sjálfsögðu á að leita eins góðrar samstöðu og mögulegt er. En ég segi líka alveg hiklaust að það er ekki þannig að sá síðasti eigi að hafa neitunarvald. Á einhver örlítill grenjandi minnihluti að hafa neitunarvald um að þjóðin megi stofna þennan þjóðgarð sinn á sínu eigin landi?“ spurði Steingrímur og benti á að undir væru þjóðlendurnar, hinir gömlu almenningar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróðir Steingríms í VG, leggur fram frumvarp um hálendisþjóðgarð sem Alþingi fjallar um þessa dagana.Vísir/Vilhelm Eðlilegar áhyggjur og spurningar sem heyrðust einnig við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs „Sem frá landsnámsdögum upp í gegnum alla söguöld og inn á síðmiðaldir voru í hugum þjóðarinnar ekkert annað en almenningar eins og síðan hefur komið á daginn að eru að stærstum hluta. Nefndin valdi þá leið, til þess að greiða götu málsins, að draga í raun og veru minnsta samnefnara. Þetta væru þjóðlendur innan hálendislínunnar. Er þá ekki staðan býsna sterk til þess að á því svæði landsins megi þjóðin stofna sér sinn þjóðgarð? Það finnst mér og ég bið menn að hafa þetta í huga þegar þeir eru að ræða þetta úr öðrum áttum.“ Þá minntist Steingrímur einnig vinnunnar við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en hann sat einnig í þverpólitískri þingmannanefnd um stofnun þess garðs á sínum tíma. Sagði hann sömu sjónarmið hafa komið upp í vinnu beggja nefnda þegar rætt var við sveitarfélög, félagasamtök, hagsmunaaðila og einstaklinga. „Eðlileg tortryggni, eðlilegar áhyggjur og eðlilegar spurningar. Á nú að fara að taka völdin af okkur og stjórna þessu öllu að sunnan? „Nei“ sögðum við. Þetta verður væntanlega dreifstýrt módel „a la“ Vatnajökulsþjóðgarður enda hefði Vatnajökulsþjóðgarður ekki orðið til nema vegna þess að við, nefndin á þeim tíma, lögðum upp það módel. Það verður að stofna í eins mikilli sátt við svæðin og heimaaðilana og hægt er og þau þurfa að vera alveg ráðandi í því hvernig farið er með málin á sínu svæði,“ sagði Steingrímur. Þingmenn ræddu stofnun hálendisþjóðgarð til miðnætti í gærkvöldi og má nálgast alla umræðuna hér á vef Alþingis.
Alþingi Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira