Lífið

Ljótasti páfa­gaukur landsins og fastur á flug­velli með Sölva Tryggva á að­fanga­dags­kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það eiga allir góða og eftirminnilega jólaminningu.
Það eiga allir góða og eftirminnilega jólaminningu. Mynd/vilhelm/Hjalti freyr

Nú eru aðeins tvær vikur til jóla og komið að sérstökum jólaþætti Einkalífsins.

Síðustu átta gestir þáttarins fengu allir sömu spurninguna eftir tökur á viðtölunum og áttu þeir að rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna.

Svörin voru vægast sagt skemmtileg og voru sögurnar mjög misjafnar. Þeir sem rifjuðu upp jólaminningu eru: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Helgi Jean Claessen, Þorkell Máni Pétursson, Jón Gunnar Geirdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ástrós Rut Sigurðardóttir.

Til að mynda sagði Sigrún Ósk skemmtilega sögu þegar hún valdi sér ljótasta páfagauk á Íslandi í jólagjöf sem endaði með því að verða sautján ára gamall.

Máni brjálaðist eitt sinn þegar hann fékk skrifborðsstól í jólagjöf en hér að neðan má heyra þessar átta góðu jólasögur. Helgi Jean var eitt sinn með Sölva Tryggvasyni á flugvelli að borða núðlusúpu á aðfangadagskvöld.

Klippa: Einkalífið - Jólaþátturinn 2020

Hér að neðan má sjá jólaþáttinn frá því á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.