Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 08:47 Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013. Deilt er um niðurstöðu og framkvæmd forsetakosninganna 2019. Getty Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela og vestrænna ríkja segja kosningarnar ekki hafa verið sanngjarnar eða frjálsar og að mjög hafi hallað á andstæðinga forsetans við framkvæmdina. Madoro hefur sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindabrota í stjórnartíð sinni og fyrir að hafa grafið undan lýðræði til að halda völdum. Reuters segir landskjörstjórn í landinu hafa tilkynnt að Sósíalistaflokkurinn og bandamenn hans hafi tryggt sér 253 þingsæti af 277 mögulegum. Lýðræðisaðgerðir, flokkurinn sem hefur lengi verið helsti stjórnarandstöðuflokkurinn en er nú sagður vera í slagtogi með ríkisstjórn Maduro, tryggði sér ellefu þingsæti. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. Ástandið í Venesúela hefur lengi verið bágborið þar sem ríkt hefur óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum. Venesúela Tengdar fréttir Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela og vestrænna ríkja segja kosningarnar ekki hafa verið sanngjarnar eða frjálsar og að mjög hafi hallað á andstæðinga forsetans við framkvæmdina. Madoro hefur sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindabrota í stjórnartíð sinni og fyrir að hafa grafið undan lýðræði til að halda völdum. Reuters segir landskjörstjórn í landinu hafa tilkynnt að Sósíalistaflokkurinn og bandamenn hans hafi tryggt sér 253 þingsæti af 277 mögulegum. Lýðræðisaðgerðir, flokkurinn sem hefur lengi verið helsti stjórnarandstöðuflokkurinn en er nú sagður vera í slagtogi með ríkisstjórn Maduro, tryggði sér ellefu þingsæti. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Juan Guaidó, fyrrverandi forseti þingsins sem lýsti sjálfan sig forseta eftir forsetakosningarnar árið 2018, sagði stjórnarandstöðuna ekki treysta Maduro til að halda frjálsar og sanngjarnar kosningar. Ástandið í Venesúela hefur lengi verið bágborið þar sem ríkt hefur óðaverðbólga, atvinnuleysi og skortur á nauðsynjavörum og lyfjum.
Venesúela Tengdar fréttir Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43