„Vá stendur fyrir dyrum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira