Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2020 22:04 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði kominn með gráan kraga. Egill Aðalsteinsson Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. Dynjandi er af mörgum talinn höfuðdjásn Vestfjarða en myndir af honum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Með Dýrafjarðargöngum og bættum vegi yfir Dynjandisheiði er að opnast í fyrsta sinn sá möguleiki fyrir almenning að komast akandi að fossinum allt árið um kring. Það eru vitanlega Dýrafjarðargöngin sem öllu breyta en þau voru opnuð í lok októbermánaðar. Starfsmenn Mjólkárvirkjunar merktu strax aukna umferð. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Munna Dýrafjarðarganga má sjá vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Já, við finnum það. Það er búin að vera töluverð umferð síðan göngin opnuðu. Náttúrlega tíðarfarið hefur hjálpað okkur líka. Það er búið að vera mjög snjólétt og gott haust,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Fyrir Ísfirðinga styttist leiðin um 27 kílómetra og Hrafnseyrarheiði hætti að vera hindrun. „Við höfum til dæmis aldrei séð Dynjanda að vetri til. Og nú sér maður á samfélagsmiðlum að fólk hér á svæðinu er að keyra sunnudagsbíltúrinn á Dynjanda. Það tekur enga stund. Og skoða hann í því veðurfari og aðstæðum sem við höfum bara aldrei séð áður,“ segir Ísfirðingurinn Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.Egill Aðalsteinsson Á Vestfjarðastofu sjá menn ný tækifæri. „Við höfum aðeins verið að fylgjast með teljurunum. Það er bara búið að vera núna, um helgar sérstaklega, bara töluverð traffík af fólki að fara að Dynjanda. Því þetta er bara staður sem við höfum ekki fengið að sjá á þessum árstíma,“ segir Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða. Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, hefur umferð reynst meiri en menn bjuggust við á þessum árstíma, stundum 60-70 bílar á dag og allt upp í 150 bílar á dag. Lítill snjór hafi verið á Dynjandisheiði, hún þó lokast í alls 5-6 daga það sem af er vetri og þá vegna hvassviðris og skafrennings. „Dýrafjörðurinn hefur verið endastöð nærri hálft árið, má segja. Nú er allt í einu bara búið að opnast hérna. Og fólk kemst hérna snurðulaust, núna eins og tíðin er búin að vera. Dynjandisheiðin hefur enn ekkert verið til trafala, það er enginn snjór. Og menn eru bara að fara í báðar áttir. Það er að koma af sunnanverðum fjörðunum. Og svo eru norðanmenn að fara,“ segir stöðvarstjórinn í Mjólká. „Og sérstaklega verður þetta gaman þegar hann verður kominn í klakabönd. Því það hafa mjög fáir séð. Því þá hefur þessi staður bara ekki verið aðgengilegur,“ segir Díana. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Byggðamál Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Dynjandi er af mörgum talinn höfuðdjásn Vestfjarða en myndir af honum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Með Dýrafjarðargöngum og bættum vegi yfir Dynjandisheiði er að opnast í fyrsta sinn sá möguleiki fyrir almenning að komast akandi að fossinum allt árið um kring. Það eru vitanlega Dýrafjarðargöngin sem öllu breyta en þau voru opnuð í lok októbermánaðar. Starfsmenn Mjólkárvirkjunar merktu strax aukna umferð. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Munna Dýrafjarðarganga má sjá vinstra megin.Egill Aðalsteinsson „Já, við finnum það. Það er búin að vera töluverð umferð síðan göngin opnuðu. Náttúrlega tíðarfarið hefur hjálpað okkur líka. Það er búið að vera mjög snjólétt og gott haust,“ segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar. Fyrir Ísfirðinga styttist leiðin um 27 kílómetra og Hrafnseyrarheiði hætti að vera hindrun. „Við höfum til dæmis aldrei séð Dynjanda að vetri til. Og nú sér maður á samfélagsmiðlum að fólk hér á svæðinu er að keyra sunnudagsbíltúrinn á Dynjanda. Það tekur enga stund. Og skoða hann í því veðurfari og aðstæðum sem við höfum bara aldrei séð áður,“ segir Ísfirðingurinn Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.Egill Aðalsteinsson Á Vestfjarðastofu sjá menn ný tækifæri. „Við höfum aðeins verið að fylgjast með teljurunum. Það er bara búið að vera núna, um helgar sérstaklega, bara töluverð traffík af fólki að fara að Dynjanda. Því þetta er bara staður sem við höfum ekki fengið að sjá á þessum árstíma,“ segir Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða. Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsstofu Vestfjarða.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Björgvinssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði, hefur umferð reynst meiri en menn bjuggust við á þessum árstíma, stundum 60-70 bílar á dag og allt upp í 150 bílar á dag. Lítill snjór hafi verið á Dynjandisheiði, hún þó lokast í alls 5-6 daga það sem af er vetri og þá vegna hvassviðris og skafrennings. „Dýrafjörðurinn hefur verið endastöð nærri hálft árið, má segja. Nú er allt í einu bara búið að opnast hérna. Og fólk kemst hérna snurðulaust, núna eins og tíðin er búin að vera. Dynjandisheiðin hefur enn ekkert verið til trafala, það er enginn snjór. Og menn eru bara að fara í báðar áttir. Það er að koma af sunnanverðum fjörðunum. Og svo eru norðanmenn að fara,“ segir stöðvarstjórinn í Mjólká. „Og sérstaklega verður þetta gaman þegar hann verður kominn í klakabönd. Því það hafa mjög fáir séð. Því þá hefur þessi staður bara ekki verið aðgengilegur,“ segir Díana. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Byggðamál Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21