Aldursfriðað hús í Skagafirði fæst gefins Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2020 14:30 Ekki er leyfilegt að rífa húsið niður og því nauðsynlegt að endurgera. Gamla íbúðarhúsið á Höfða í Skagafirði fæst gefins gegn því að vera gert upp á nýjum stað. Húsið var byggt árið 1892 og er því aldursfriðað samkvæmt lögum. Það þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands eins og kemur fram í grein á vefsíðu Minjastofnunnar. „Núverandi eigendur sáu sér ekki fært að viðhalda húsinu og óskuðu eftir heimild til niðurrifs til Minjastofnunar. Samkomulag var gert um að auglýsa húsið gefins ef einhver vildi flytja það af staðnum og gera upp. Flytja þarf húsið af staðnum fyrir 1. júní 2021 og þurfa nýir eigendur að gera áætlun um uppbyggingu á nýjum stað,“ segir í greinargerðinni. Um er að ræða timburhús á tveimur hæðum, klætt með bárujárni og pappa. Efri hæð hússins er undir súð en grunnflötur hússins er 9x5,8 m að utanmáli og vegghæð frá sökkli að þakskeggi er um 2,8 m. Samkvæmt fasteignaskrá reiknast húsið 53 fermetrar að stærð. Húsið er í slæmu ástandi og þarfnast umfangsmikilla viðgerða og endurbóta. Það er þó engu að síður gerlegt og rétt að benda á að hægt er að sækja um styrki til slíks í Húsafriðunarsjóð. Hús og heimili Skagafjörður Húsavernd Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Húsið var byggt árið 1892 og er því aldursfriðað samkvæmt lögum. Það þýðir að hvorki má rífa það né breyta á nokkurn hátt án samþykkis Minjastofnunar Íslands eins og kemur fram í grein á vefsíðu Minjastofnunnar. „Núverandi eigendur sáu sér ekki fært að viðhalda húsinu og óskuðu eftir heimild til niðurrifs til Minjastofnunar. Samkomulag var gert um að auglýsa húsið gefins ef einhver vildi flytja það af staðnum og gera upp. Flytja þarf húsið af staðnum fyrir 1. júní 2021 og þurfa nýir eigendur að gera áætlun um uppbyggingu á nýjum stað,“ segir í greinargerðinni. Um er að ræða timburhús á tveimur hæðum, klætt með bárujárni og pappa. Efri hæð hússins er undir súð en grunnflötur hússins er 9x5,8 m að utanmáli og vegghæð frá sökkli að þakskeggi er um 2,8 m. Samkvæmt fasteignaskrá reiknast húsið 53 fermetrar að stærð. Húsið er í slæmu ástandi og þarfnast umfangsmikilla viðgerða og endurbóta. Það er þó engu að síður gerlegt og rétt að benda á að hægt er að sækja um styrki til slíks í Húsafriðunarsjóð.
Hús og heimili Skagafjörður Húsavernd Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira