Þingmenn ná ekki saman um neyðarpakka Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2020 12:39 Mitch McConnell of Kentucky, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings. Aðstoðarmenn hans hafa sagt öðrum þingmönnum að líklegast sé engin leið að samkomulagi í deilunum um neyðarpakkann. AP/Sarah Silbiger Vinna þverpólitísks hóps bandarískra þingmanna að 900 milljarða dala neyðarpakka virðist engum árangri ætla að skila. Þá helst vegna andstöðu Repúblikana við að veita ríkjum og borgum Bandaríkjanna fjárhagslega aðstoð og deilum þingmanna sín á milli. Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Þá vilja leiðtogar Repúblikanaflokksins veita fyrirtækjum vernd gegn lögsóknum sem tengjast faraldrinum en Demókratar segja það koma niður á réttindum verkafólks. Fjölmiðlar vestanhafs segja ekki mikið vanta upp á svo viðræðunum yrði slitið að fullu og að deilurnar hafi jafnvel komið niður á samþykkt fjárlagafrumvarps sem ætlað er að koma í veg fyrir að loka þurfi bandarískum alríkisstofnunum um tíma. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fjárlagafrumvarp á miðvikudaginn en það tryggir bara ríkisreksturinn út næstu viku og öldungadeildin á þar að auki eftir að samþykkja það. Margir að ota sínum tota Í frétt Washington Post segir að margir þingmenn virðist vera að reyna að ná fram sínum eigin persónulegu markmiðum og mörg þeirra séu ekki í takt við markmið annarra. Meðal þeirra eru Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og Jash Hawley, öldungadeildarþingmaður Repbúlikanaflokksins. Þeir krefjast þess að þingið samþykki að senda öllum fjölskyldum Bandaríkjanna 1.200 dala ávísun, annars muni þeir ekki samþykkja fjárlagafrumvarp. Öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul hefur einnig sagt að hann muni ekki samþykkja fjárlagafrumvarpið. Það er þó út af öðru frumvarpi, sem snýr að fjármögnun varnarmála Bandaríkjanna. Honum finnst bæði að útgjöld ríkisins séu of mikil og vill að hluti frumvarpsins sem á að gera Donald Trump, forseta erfiðara að fækka hermönnum í Afganistan á síðustu dögum forsetatíðar hans, verði fjarlægður. Trump sjálfur hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu gegn varnarmálafrumvarpinu en það var samþykkt með það stórum meirihluta í fulltrúadeildinni og er talið njóta álíka stuðnings í öldungadeildinni að forsetinn fráfarandi gæti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Leitogar tala lítið saman Politico segir að vika sé liðin síðan Nancy Pelosi og Mitch McConnell, leiðtogar Demókrataflokksins annars vegar og Repúblikanaflokksins hins vegar, hafi talað saman og það hafi verið fyrsta almennilega samtal þeirra í margar vikur. Í umfjöllun Politico segir að sú upplausn sem sé uppi í Washington sé til marks um mikla bilun í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Að á hátindi einnar mestu heilbrigðiskrísu Bandaríkjanna geti stjórnmálamenn ekki náð saman og forseti Bandaríkjanna sýni málinu engan áhuga. Síðasti neyðarpakki sem þingið samþykkti var í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira