Atvinnuleysi hærra á meðal kvenna en karla Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 10:30 10,6 prósent eru án atvinnu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Almennt atvinnuleysi á landinu var 10,6 prósent í nóvember, sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar. Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember. Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum. 3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára. Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu. Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf. Vinnumarkaður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Þar segir að atvinnuleysi var 9,9% í október, 9,0% í september og 8,5% í ágúst. Vinnumálastofnun spáir því að almennt atvinnuleysi aukist í desember en nokkru minna en í nóvember. Næstum 21 þúsund einstaklingar án atvinnu í lok nóvembermánaðar og nærri 5.500 í minnkuðu starfshlutfalli. Samanlagt atvinnuleysi í almenna bótakerfinu og minnkaða starfshlutfallinu var 12,0 prósent í nóvember. Erlendir atvinnuleitendur í almenna atvinnuleysiskerfinu voru 8.553 í lok nóvember. Þessi fjöldi samsvarar um 24% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Flestir erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá eru frá Póllandi, eða 4.186 sem eru um 49 prósent allra erlendra ríkisborgara á atvinnleysisskrá. Því næst koma Litháar, Lettar og Rúmenar en færri af öðrum þjóðernum. 3.900 manns hafa verið án atvinnu í meira en 12. Mánuði, samanborið við 1.500 manns í nóvember í fyrra. Hefur þeim því fjölgað um 2.380 á milli ára. Alls bárust 2 tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember, þar sem 40 starfsmönnum var sagt upp störfum, 27 í fjármálastarfsemi og 13 í heilbrigðis- og félagsþjónustu Atvinnuástandið er langt verst á Suðurnesjum, þar sem 21,4 prósent eru atvinnulausir. Þar á eftir er höfuðborgarsvæðið þar sem 10,6 prósent eru án atvinnu og 9,6 prósent á Suðurlandi. Atvinnuleysi er hærra meðal kvenna en karla alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu. Heildaratvinnuleysið er nú 11,7% (10,4% í almenna kerfinu) meðal karla, en 12,2% (10,8% í almenna) meðal kvenna á landinu öllu. Alls komu inn 154 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í nóvember. Um nokkuð fjölbreytt störf var að ræða, mest stjórnunar-, sérfræðieða skrifstofustörf eða um 62 störf.
Vinnumarkaður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira