Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 21:59 Stuðningsmenn pólskra kvenna mótmæla lagabreytingunni fyrir utan hús Evrópuþingsins í Brussel. epa/Olivier Hoslet Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps. Þetta þýðir að konur geta ekki gengist undir þungunarrof jafnvel þegar um alvarlega fósturgalla er að ræða. Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs. „Við munu leitast við að tryggja að jafnvel þegar um er að ræða afar erfiðar þunganir; þegar barnið mun ótvírætt deyja, mikið afmyndað.. að þeim ljúki með fæðingu til að hægt sé að skíra barnið, greftra það og gefa því nafn,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður Laga og reglu árið 2016. 250 ferðast út fyrir landsteinana til að sækja þjónustuna Vegna mikillar andstöðu hefur niðurstaða dómstólsins hins vegar ekki enn verið lögfest en áhrifanna er þegar farið gæta meðal pólskra kvenna, að sögn Justyna Wydrzynska hjá samtökunum Abortion Dream Team. Hringingum til samtakanna hefur fjölgað úr 20 til 30 á dag í kringum 100, meðal annars frá konum sem eru að bíða eftir niðurstöðum fósturskimana og konum sem eru ekki þungaðar en óttast afleiðingar dómsins. „Þær vilja vita hvaða valkostir eru í stöðunni ef þær verða óléttar og það greinast fósturgallar,“ segir hún. Abortion Dream Team tilheyra hóp samtaka sem hafa stofnað sjóð til að hjálpa pólskum konum að ferðast erlendis til að gangast undir þungunarrof. Sjóðurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur þegar aðstoðað 250 konur sem í flestum tilvikum ferðast til Þýskalands, Hollands eða Bretlands. Niðurstaðan hefur einnig orðið til þess að einstaklingar og samtök í nágrannalöndunum, til dæmis Tékklandi, hafa leitað leiða til að aðstoða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Þungunarrof Pólland Tengdar fréttir Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19 Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52 Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04 „Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þetta þýðir að konur geta ekki gengist undir þungunarrof jafnvel þegar um alvarlega fósturgalla er að ræða. Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs. „Við munu leitast við að tryggja að jafnvel þegar um er að ræða afar erfiðar þunganir; þegar barnið mun ótvírætt deyja, mikið afmyndað.. að þeim ljúki með fæðingu til að hægt sé að skíra barnið, greftra það og gefa því nafn,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður Laga og reglu árið 2016. 250 ferðast út fyrir landsteinana til að sækja þjónustuna Vegna mikillar andstöðu hefur niðurstaða dómstólsins hins vegar ekki enn verið lögfest en áhrifanna er þegar farið gæta meðal pólskra kvenna, að sögn Justyna Wydrzynska hjá samtökunum Abortion Dream Team. Hringingum til samtakanna hefur fjölgað úr 20 til 30 á dag í kringum 100, meðal annars frá konum sem eru að bíða eftir niðurstöðum fósturskimana og konum sem eru ekki þungaðar en óttast afleiðingar dómsins. „Þær vilja vita hvaða valkostir eru í stöðunni ef þær verða óléttar og það greinast fósturgallar,“ segir hún. Abortion Dream Team tilheyra hóp samtaka sem hafa stofnað sjóð til að hjálpa pólskum konum að ferðast erlendis til að gangast undir þungunarrof. Sjóðurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur þegar aðstoðað 250 konur sem í flestum tilvikum ferðast til Þýskalands, Hollands eða Bretlands. Niðurstaðan hefur einnig orðið til þess að einstaklingar og samtök í nágrannalöndunum, til dæmis Tékklandi, hafa leitað leiða til að aðstoða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Þungunarrof Pólland Tengdar fréttir Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19 Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52 Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04 „Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46
Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19
Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52
Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04
„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41