Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. desember 2020 07:19 Trump segist sjálfur ekki fá bólusetningu strax en hann hlakki til að fá hana þegar þar að komi. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira