Frá þessu greinir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem segir frá röskun á áætlun Pfizer.
„Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns. Nánari upplýsingar um afhendingu bóluefnis Pfizer á fyrsta ársfjórðungi næsta árs ættu að liggja fyrir á næstu dögum.
Auk samnings við Pfizer hefur Ísland lokið samningi við bóluefnaframleiðandann Astra Zeneca og samningsgerð við Janssen er á lokastigi. Samtals tryggja samningar við þessa framleiðendur auk Pfizer bóluefni fyrir 281.000 einstaklinga. Samningsgerð er einnig hafin við lyfjaframleiðandann Moderna,“ segir í tilkynningunni.