Bergrún og Hilmar valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 15:50 Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson eru íþróttafólk ársins. Youtube/ ParaSport Iceland Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir frá FH og Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson frá Víkingi eru íþróttafólk ÍF árið 2020 en þetta var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttasambands fatlaða í dag. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir þekkir orðið þessi verðlaun orðið mjög vel en Hilmar Snær Örvarsson var að skrifa nýjan kafla í sögu verðlaunanna. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er útnefnd íþróttakona ársins en í fyrsta sinn sem Hilmar Snær verður fyrir valinu og jafnframt í fyrsta sinn sem skíðamaður hreppir hnossið. Þá voru Hvataverðlaunin einnig afhent við hófið í dag en þau hlutu feðginin Guðbjörg Ludvigsdóttir og Ludvig Guðmundsson. Fjölskylda Guðbjargar tók við verðlaununum en hún lést fyrr á þessu ári eftir erfið veikindi. Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir er íþróttakona ársins 2020. Þetta er þriðja árið í röð sem Bergrún er kjörin íþróttakona ársins hjá ÍF. Þrátt fyrir miklar æfinga- og keppnistakmarkanir á árinu setti Bergrún nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar þegar hún stökk 4.30 metra og bætti þar með Íslandsmet Matthildar Ylfu Þorsteinsdóttur í flokknum T37. Tekið skal fram að árangri ársins 2020 náði Bergrún sem félagsmaður hjá ÍR en nýverið skipti hún yfir til FH og munu þau félagsskipti taka fullt gildi um áramót. Bergrún komst ekki til keppni erlendis á árinu 2020 þar sem öllum stórmótum á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) var aflýst. Hún tók m.a. þátt í sameiginlegu Íslandsmóti ÍF og FRÍ en Íslandsmetið í langstökki setti hún á Origo móti FH í Kaplakrika. watch on YouTube Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er íþróttamaður ársins 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem Hilmar Snær er útnefndur íþróttamaður ársins og í fyrsta sinn sem íþróttamaður í vetraríþróttum er útnefndur Íþróttamaður ársins hjá ÍF. Fyrr hafði Erna Friðriksdóttir skíðakona verið útnefnd íþróttakona ársins árið 2010. Hilmar varð fyrstur Íslendinga til að sigra Evrópumótaröð IPC í alpagreinum en það gerði hann á lokamótinu í Króatíu í febrúar á þessu ári. Hilmar hóf keppnisárið í Hollandi 2019 með silfri og bronsverðlaunum á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Á heimsbikarmótaröðinni landaði hann silfri á Ítalíu í svigi og þrenn gullverðlaun litu svo dagsins ljós í Slóvakíu á móti innan Evrópumótaraðarinnar. Frá Slóvakíu lá leiðin til Króatíu þar sem Hilmar tryggði sér endanlega sigur á Evrópumótaröðinni með þrenn gullverðlaun og eitt í svigi. watch on YouTube
Fréttir ársins 2020 Frjálsar íþróttir Skíðaíþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira