Mótshaldarar taka saman alls konar tölfræði á Evrópumótinu og þar á meðal heildarfjölda sendinga í leikjum liðanna.
Norska liðið hefur blómstrað á þessu Evrópumóti undir stjórn Þóris Hergeirssonar en Noregur hefur unnið alla sex leiki sína með samtals 69 mörkum eða 11,5 mörkum að meðaltali í leik.
Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá er norska liðið ekki mikið með boltann á þessu móti.
Norsku stelpurnar hafa aðeins gefið samtals 2916 sendingar í leikjunum sex eða 486 að meðaltali í leik. Það er ekki mikið miðað við önnur lið mótsins.
The best of the best in Europe!
— kolektiff images (@kolektiffimages) December 16, 2020
© #kolektiffimages #EHFEuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/euEApn1pef
Norska liðið er nefnilega langneðst af liðunum sem komust áfram í milliriðil en næsta lið fyrir ofan er Holland með 3609 sendingar.
Svartfjallaland hefur gefið flestar sendingar eða samtals 5215 eða 869 að meðaltali í leik. Það er næstum því tvöfalt fleiri sendingar en hjá þeim norsku.
Norska liðið er samt sem áður með langflestar stoðsendingar á mótinu eða 123 sem gera 20,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Næsta lið af þeim sem komust í milliriðla (Holland) er með 14,8 stoðsendingar í leik.
Þetta þýðir jafnframt að 123 af 2916 sendingum norska liðsins eru stoðsendingar eða 4,2 prósent. Hjá mótherjum Noreg í undanúrslitum, Danmörku, þá er sama tala 1,9 prósent (73 af 3779).
WATCH: What an assist by Marta Tomac in her first #ehfeuro2020 match! @NORhandball #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/1Zq575iX73
— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2020