Lykilatriðin á bakvið hinn fullkomna hamborgarhrygg Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2020 13:00 Fjölmargir bjóða upp á hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í níunda þættinum fer Berglind ítarlega yfir það hvernig maður reiðir fram hamborgarhrygg með fallega gljáa. Klippa: Lykilatriðin á bakvið hinn fullkomna hamborgarhrygg Hamborgarhryggur og gljái • Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg • 1 l vatn • 4 msk. púðursykur • 1 tsk. Dijon sinnep • 1 tsk. tómatsósa • 3 msk. rjómi • 3-4 ananassneiðar 1. Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Leyfið að sjóða aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. 2. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. 3. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind og penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum (1,5-2 klst eftir stærð). 4. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. 5. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló. Uppskriftir Lífið er ljúffengt Matur Hamborgarhryggur Jólamatur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í níunda þættinum fer Berglind ítarlega yfir það hvernig maður reiðir fram hamborgarhrygg með fallega gljáa. Klippa: Lykilatriðin á bakvið hinn fullkomna hamborgarhrygg Hamborgarhryggur og gljái • Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg • 1 l vatn • 4 msk. púðursykur • 1 tsk. Dijon sinnep • 1 tsk. tómatsósa • 3 msk. rjómi • 3-4 ananassneiðar 1. Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Leyfið að sjóða aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur. 2. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. 3. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind og penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum (1,5-2 klst eftir stærð). 4. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar. 5. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló.
Uppskriftir Lífið er ljúffengt Matur Hamborgarhryggur Jólamatur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira