Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 10:48 Faraldur H1N1-inflúensuveiru, þekkt sem svínaflensan, skall á heimsbyggðina 2009 og 2010. Vísir/Getty Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn. Bólusetningar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn.
Bólusetningar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira