Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2020 11:59 Meirihluti atvinnuveganefndar er allur skipaður þingmönnum úr norðurkjördæmunum. Grafík/HÞ Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lagði til í frumvarpi um málið í haust að vegna töluverðs samdráttar í sölu íslenskra landbúnaðarvara í framhaldi af mikilli fækkun ferðamanna yrði horfið til fyrra horfs í uppboði á tollkvótum í eitt ár. En ný aðferð var tekin upp um síðustu áramót sem lækkaði álögurnar og hefur innflutningur eftir það aukist mjög mikið og umfram tollkvóta en mjög lítið hefur verið flutt út af íslenskum landbúnaðarvörum á móti. Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara hafa lítið sem ekkert nýtt heimildir sínar til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins. Mest hafa 56 prósent lambakjötskvótans verið flutt út og þá aðallega til Bretlands sem er á leið út úr Evrópusambandinu.Grafík/utanríkisráðuneytið Í gær fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra síðan fram á viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun samninga um þessi mál. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann halla mjög á Ísland í þessum viðskiptum eins og úttekt ráðuneytis hans og atvinnuvegaráðuneytisins hefði leitt í ljós. Mikil andstaða varð strax við frumvarp landbúnaðarráðherra í haust. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og Félag atvinnurekenda sendu öll inn neiðkvæðar umsagnir um frumvarpið. Innflytjendur hafa flutt inn mun meira af landbúnaðarvörum umfram tollfrjálsa kvóta einstakra tegunda.Grafík/utanríkisráðuneytið Þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði síðan til að álögurnar yrðu auknar í þrjú ár í stað eins jókst gagnrýni á frumvarpið til muna. Landssamband kúabænda lýsti hins vegar yfir stuðningi við frumvarpið. Í tilkynningu frá sambandinu var fullyrt að verðlækkanir á nautakjöti í ríkjum Evrópusambandsins sem og lækkun álags á tollkvóta hér á landi hefði ekki skilað sér í sambærilegri lækkun verðs til neytenda. Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra lagði til í frumvarpi um málið í haust að vegna töluverðs samdráttar í sölu íslenskra landbúnaðarvara í framhaldi af mikilli fækkun ferðamanna yrði horfið til fyrra horfs í uppboði á tollkvótum í eitt ár. En ný aðferð var tekin upp um síðustu áramót sem lækkaði álögurnar og hefur innflutningur eftir það aukist mjög mikið og umfram tollkvóta en mjög lítið hefur verið flutt út af íslenskum landbúnaðarvörum á móti. Íslenskir framleiðendur landbúnaðarvara hafa lítið sem ekkert nýtt heimildir sínar til tollfrjáls útflutnings á landbúnaðarvörum til ríkja Evrópusambandsins. Mest hafa 56 prósent lambakjötskvótans verið flutt út og þá aðallega til Bretlands sem er á leið út úr Evrópusambandinu.Grafík/utanríkisráðuneytið Í gær fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra síðan fram á viðræður við Evrópusambandið um endurskoðun samninga um þessi mál. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hann halla mjög á Ísland í þessum viðskiptum eins og úttekt ráðuneytis hans og atvinnuvegaráðuneytisins hefði leitt í ljós. Mikil andstaða varð strax við frumvarp landbúnaðarráðherra í haust. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samkeppniseftirlitið og Félag atvinnurekenda sendu öll inn neiðkvæðar umsagnir um frumvarpið. Innflytjendur hafa flutt inn mun meira af landbúnaðarvörum umfram tollfrjálsa kvóta einstakra tegunda.Grafík/utanríkisráðuneytið Þegar meirihluti atvinnuveganefndar lagði síðan til að álögurnar yrðu auknar í þrjú ár í stað eins jókst gagnrýni á frumvarpið til muna. Landssamband kúabænda lýsti hins vegar yfir stuðningi við frumvarpið. Í tilkynningu frá sambandinu var fullyrt að verðlækkanir á nautakjöti í ríkjum Evrópusambandsins sem og lækkun álags á tollkvóta hér á landi hefði ekki skilað sér í sambærilegri lækkun verðs til neytenda.
Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21
FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. 1. desember 2020 11:16