Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2020 16:46 Alexei Navalní birti í dag myndband þar sem hann ræðir við mann sem tilheyrir teymi útsendara FSB sem sagðir eru hafa reynt að eitra fyrir honum. AP/Pavel Golovkin Einn útsendara rússnesku leyniþjónustunnar FSB, sem er sagður hafa komið að eitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, mun hafa viðurkennt að reynt var að eitra fyrir honum í samtali við Navalní sjálfan. Útsendarinn vissi ekki við hvern hann var að tala við og sagði að tilræðið hefði tekist ef Navalní hefði ekki komist svo fljótt undir læknishendur. Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Navalní hringdi í tvo menn sem sagðir eru hafa komið að árásinni. Annar þeirra þekkti rödd hans strax og skellti á. Hinn mun hafa staðið í þeirri trú að hann væri að tala við aðstoðarmann háttsetts herforingja hjá FSB. Meðal annars sagði hann að eitri hefði verið komið fyrir í nærbuxum Navalní á meðan hann var í borginni Tomsk. Hann sagði að annað teymi hefði verið þar áður og slökkt á öryggismyndavélum. Samtökin Bellingcat og rússneski fjölmiðillinn The Insider opinberuðu í síðustu viku niðurstöður rannsóknar sem unnin var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Þar kom fram að sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní og að útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberu þann 20. ágúst. Flugvélinni var fljótt lent og hann fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Navalní birti myndband á Youtube í dag þar sem hann þóttist heita Maxim Ustinov og hringdi í útsendarana tvo. Þóttist hann vera að gera skýrslu fyrir yfirmann sinn. Myndbandið var tekið upp áður en niðurstöður rannsóknarinnar voru opinberaðar í síðustu viku. Sá fyrri sem hann hringdi í sagði: „Ég veit nákvæmlega hver þú ert“ og skellti á. Það var svo Konstantín Kudrjavtsev sem trúði Navalní og ræddi við hann í tæpar 50 mínútur um tilræðið. Auk þess að segja honum hvernig eitrað var fyrir honum og af hverju hann lifði af, sagði Kudrjavtsev að hann hefði sjálfur farið til borgarinnar Omsk, þar sem Navalní var á sjúkrahúsi, og gengið úr skugga um að ummerki eitursins myndu ekki finnast á fötum hans. Navalní var fluttur til Þýskalands eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Omsk í nokkra daga. Hann segist, samkvæmt frétt Guardian, hafa verið nakinn og hefur krafist þess að fá föt sín send til Þýskalands. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur viðurkennt að útsendarar FSB hafi elt Navalní og segir það nauðsynlegt vegna þess að hann vinni fyrir Leyniþjónustu Bandaríkjanna. Því hefur Navalní hafnað. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði Pútín að ef hann vildi Navalní dauðan, væri hann dauður. Án þess að nefna Navalní nokkurn tímann á nafn gaf Pútín einnig til kynna að Navalní væri ekki nægilega merkilegur til að ráða af dögum og sagði alla umræðuna um eitrun hans vera til þess ætlaða að valda honum skaða. Tilræðið er ekki til rannsóknar hjá lögreglu eða nokkru öðru embætti í Rússlandi, svo vitað sé.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10 ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28 Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49 Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Segir Rússa gruna að eitrað hafi verið fyrir Navalní á leið til Þýskalands Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að ríkisstjórn Rússlands gruni að taugaeitrið Novichok, hafi borist í rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní þegar verið var að flytja hann til Þýskalands. 12. nóvember 2020 14:10
ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Evrópusambandið hefur ákveðið að beita sex meðlimir ríkisstjórnar Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, viðskiptaþvingunum vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 15. október 2020 14:28
Ósáttir við væntanlegar þvinganir vegna eitrunar Navalní Verði Rússar beittir viðskiptaþvingunum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní, munu þeir svara fyrir sig. 14. október 2020 10:49
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26