Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2020 09:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Staðreyndin sé sú bóluefnamál hafi verið á borði ríkisstjórnar vikum og mánuðum saman, heilbrigðisráðherra hafi leitt þá vinnu en auðvitað sé það svo að ríkisstjórnin vinni sameiginlega að málum. Katrín segist hafa rætt við framkvæmdastjóra hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer til að glöggva sig betur á málunum og fá betri yfirsýn. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins segir að hún hafi tekið öflun og dreifingu bóluefnis inn á sitt borð. Gærdeginum hafi hún varið í símtöl og fundahöld með það fyrir augum að tryggja Íslendingum nægt bóluefni í tæka tíð. Frumkvæði Katrínar sé til marks um að „efasemda gæti víðar“ Hefur blaðið eftir heimildum að Katrín hafi meðal annars átt fjarfund með Angelu Hwang, framkvæmdastjóra Pfizer, og að fyrirhugaðir væru frekari fundir, meðal annars með Moderna. Þá var greint frá því í gær að Katrín hefði átt símafund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem fullvissaði ráðherra um að Ísland fengi einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefni Pfizer í tæka tíð. Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer markaðsleyfi hér á landi í gærkvöldi. Í frétt Morgunblaðsins segir síðan að aukinnar gagnrýni hafi gætt í garð heilbrigðisráðherra síðustu daga, ekki síst vegna misvísandi upplýsinga varðandi bólusetningu. Er svo vísað í samtöl blaðsins við þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu sem telji að „frumkvæði forsætisráðherra nú sé til marks um að þeirra efasemda gæti víðar,“ líkt og segir í fréttinni. Heilbrigðisráðherra stýri „eins og sá skipstjóri sem hún er“ Katrín var spurð út í gagnrýni á Svandísi og að málið væri því komið inn á hennar borð í Bítinu í morgun. „Það er bara ekki rétt. Eins og allir vita þá er það þannig að við erum ein ríkisstjórn og við vinnum þetta saman, þannig á það auðvitað að vera. Auðvitað á það að vera þannig, það væri nú eitthvað skrýtið ef það væri ekki þannig. […] Þetta er bara búið að vera á borði ríkisstjórnar mánuðum og vikum saman og það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem stýrir þessu öllu eins og sá skipstjóri sem hún er,“ sagði Katrín. Þá sagði Katrín Íslendinga ekki eftir á öðrum þjóðum varðandi bóluefni. „Við erum ekki eftir á í þessum málum. Við erum auðvitað núna, eins og hefur legið fyrir lengi, í þéttri samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, markaðsleyfi fyrir Pfizer var gefið út hér í gærkvöldi og bólusetningar munu hefjast milli jóla og nýárs,“ sagði Katrín og bætti við að það væri í raun ótrúlegt að við værum komin á þennan stað; að fara að hefja bólusetningar gegn Covid-19 en eins og flestum er í fersku minni var sjúkdómurinn óþekktur í byrjun árs. „En svo er auðvitað óvissa um nákvæmlega hversu hratt þetta mun ganga og auðvitað er ég að taka símtöl bara til að glöggva mig á og fá betri yfirsýn á því nákvæmlega hvernig þetta mun gerast,“ sagði Katrín. Allir vonist til að þetta geti gengið hraðar en áætlað er Aðspurð hvort hún hefði ekki getað reddað fleiri skömmtum frá Pfizer í samtali sínu við framkvæmdastjórann í gær benti Katrín á að um væri að ræða eftirsóttustu vöru í heiminum í dag. „En það sem við erum auðvitað bara öll að gera sameiginlega því þetta er stórt mál þá er maður bara að fá þessa betri yfirsýn. En ég held hins vegar að þetta sé í mjög góðum höndum og ég veit að þetta er í góðum höndum en auðvitað er óvissan mikil því til að mynda hefur þróun þessara efna verið misjöfn hjá misjöfnum fyrirtækjum, eðli máls samkvæmt.“ Þá sagði hún samtal sitt við framkvæmdastjórann hafa verið fyrst og fremst til þess að átta sig á stöðunni hjá lyfjaframleiðandanum. „Og ég held að það sem ég geti sagt ykkur er að auðvitað eru allir að vonast til þess að þetta geti gengið hraðar en við áætlum núna. Svo verðum við bara að sjá til og ég held að þessi staða breytist nánast dag frá degi.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Bítið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Staðreyndin sé sú bóluefnamál hafi verið á borði ríkisstjórnar vikum og mánuðum saman, heilbrigðisráðherra hafi leitt þá vinnu en auðvitað sé það svo að ríkisstjórnin vinni sameiginlega að málum. Katrín segist hafa rætt við framkvæmdastjóra hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer til að glöggva sig betur á málunum og fá betri yfirsýn. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun en í fyrrnefndri frétt Morgunblaðsins segir að hún hafi tekið öflun og dreifingu bóluefnis inn á sitt borð. Gærdeginum hafi hún varið í símtöl og fundahöld með það fyrir augum að tryggja Íslendingum nægt bóluefni í tæka tíð. Frumkvæði Katrínar sé til marks um að „efasemda gæti víðar“ Hefur blaðið eftir heimildum að Katrín hafi meðal annars átt fjarfund með Angelu Hwang, framkvæmdastjóra Pfizer, og að fyrirhugaðir væru frekari fundir, meðal annars með Moderna. Þá var greint frá því í gær að Katrín hefði átt símafund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem fullvissaði ráðherra um að Ísland fengi einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefni Pfizer í tæka tíð. Lyfjastofnun veitti bóluefni Pfizer markaðsleyfi hér á landi í gærkvöldi. Í frétt Morgunblaðsins segir síðan að aukinnar gagnrýni hafi gætt í garð heilbrigðisráðherra síðustu daga, ekki síst vegna misvísandi upplýsinga varðandi bólusetningu. Er svo vísað í samtöl blaðsins við þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu sem telji að „frumkvæði forsætisráðherra nú sé til marks um að þeirra efasemda gæti víðar,“ líkt og segir í fréttinni. Heilbrigðisráðherra stýri „eins og sá skipstjóri sem hún er“ Katrín var spurð út í gagnrýni á Svandísi og að málið væri því komið inn á hennar borð í Bítinu í morgun. „Það er bara ekki rétt. Eins og allir vita þá er það þannig að við erum ein ríkisstjórn og við vinnum þetta saman, þannig á það auðvitað að vera. Auðvitað á það að vera þannig, það væri nú eitthvað skrýtið ef það væri ekki þannig. […] Þetta er bara búið að vera á borði ríkisstjórnar mánuðum og vikum saman og það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem stýrir þessu öllu eins og sá skipstjóri sem hún er,“ sagði Katrín. Þá sagði Katrín Íslendinga ekki eftir á öðrum þjóðum varðandi bóluefni. „Við erum ekki eftir á í þessum málum. Við erum auðvitað núna, eins og hefur legið fyrir lengi, í þéttri samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, markaðsleyfi fyrir Pfizer var gefið út hér í gærkvöldi og bólusetningar munu hefjast milli jóla og nýárs,“ sagði Katrín og bætti við að það væri í raun ótrúlegt að við værum komin á þennan stað; að fara að hefja bólusetningar gegn Covid-19 en eins og flestum er í fersku minni var sjúkdómurinn óþekktur í byrjun árs. „En svo er auðvitað óvissa um nákvæmlega hversu hratt þetta mun ganga og auðvitað er ég að taka símtöl bara til að glöggva mig á og fá betri yfirsýn á því nákvæmlega hvernig þetta mun gerast,“ sagði Katrín. Allir vonist til að þetta geti gengið hraðar en áætlað er Aðspurð hvort hún hefði ekki getað reddað fleiri skömmtum frá Pfizer í samtali sínu við framkvæmdastjórann í gær benti Katrín á að um væri að ræða eftirsóttustu vöru í heiminum í dag. „En það sem við erum auðvitað bara öll að gera sameiginlega því þetta er stórt mál þá er maður bara að fá þessa betri yfirsýn. En ég held hins vegar að þetta sé í mjög góðum höndum og ég veit að þetta er í góðum höndum en auðvitað er óvissan mikil því til að mynda hefur þróun þessara efna verið misjöfn hjá misjöfnum fyrirtækjum, eðli máls samkvæmt.“ Þá sagði hún samtal sitt við framkvæmdastjórann hafa verið fyrst og fremst til þess að átta sig á stöðunni hjá lyfjaframleiðandanum. „Og ég held að það sem ég geti sagt ykkur er að auðvitað eru allir að vonast til þess að þetta geti gengið hraðar en við áætlum núna. Svo verðum við bara að sjá til og ég held að þessi staða breytist nánast dag frá degi.“ Hlusta má á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Bítið Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira