Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr lokaþættinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. desember 2020 12:56 Jón Jónsson kíkti við í Jólaboð Evu og tók með henni lagið. Jólaboð Evu Á sunnudaginn var lokaþátturinn í Jólaboð Evu. Í þættinum eldaði Eva Laufey í beinni útsendingu í eldhúsinu heima hjá sér. Fékk hún til sín góða gesti samhliða því sem hún útbjó flotta smárétti sem tilvalið er að bera fram um hátíðirnar eða við annað gott tilefni. Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr fjórða þætti af Jólaboð Evu. Eva Laufey eldaði í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagJólaboð Evu Piparkökutriffli með saltaðri karamellusósu 400 g piparkökur 500 g vanilluskyr 400 ml rjómi, þeyttur 2 msk flórsykur Söltuð karamellusósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: Best er að byrja á því að útbúa saltaða karamellusósu og kæla hana á meðan þið undirbúið afganginn. Myljið piparkökur þar til þær eru orðnar að fínni mylsnu. Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við, setjið einnig flórsykur saman við og það má líka bæta vanilludropum út í. Setjið piparkökumylsnu í eitt stórt fat eða glös, setjið um það helming af mylsnunni og setjið síðan skyrblöndu og því næst karamellusósu. Endurtakið leikinn einu sinni eða þar til hráefnið er búið. Kælið trifflið í nokkrar klukkustundir, frábært yfir nótt. Söltuð karamellusósa 150 g sykur 4 msk smjör 2 dl rjómi rjómi sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg. PiparkökutriffliJólaboð Evu Sjávarrétta tartalettur 1 msk ólífuolía + 1 msk smjör 5 sveppir 5 aspas stönglar 1 hvítlauksrif 400 g blandaðir sjávarréttir 500 ml rjómi Salt og pipar ½ sveppakraftsteningur 2 msk smátt söxuð steinselja Tartalettu skeljar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hitið olíu og smjör á pönnu. Skerið sveppi og aspas smátt, steikið á pönnu og bætið rifnu hvítlauksrifi út á pönnuna. Skolið og þerrið sjávarréttina, setjið út á pönnuna og steikið í smá stund. Hellið rjómanum út á og kryddið vel með salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Bætið hálfum sveppakraftstening út í og leyfið sósunni að malla smávegis. Skiptið blöndunni niður í tartalettu skeljar og setjið inn í ofn við 180°C í nokkrar mínútur. Berið strax fram og njótið vel! Tartalettur EvuJólaboð Evu Snittur með ljúffengu þeyttu ostakremi 1 baguette 1 msk ólífuolía 400 g hreinn rjómaostur 1 krukka fetaostur Salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Tillögur að áleggi: Steikt hráskinka, klettasalat og parmesan Reyktur lax og dill Kirsuberjatómatar, basilíka og ólífuolía Aðferð: Skerið baguette brauðið í jafn stórar sneiðar, hitið olíu á pönnu og steikið í smá stund á báðum hliðum þar til brauðið er stökkt. Setjið rjómaost, fetaost en munið að hella olíunni sem er í krukkunni frá og steinselju í matvinnsluvél. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið ostakreminu á stökka baguette brauðið og setjið allskyns góðgæti á brauðið. Snittur með ostakremiJólaboð Evu Uppskriftir Smáréttir Triffli Eva Laufey Jól Jólamatur Tengdar fréttir Eldar fyrir jólaboð í beinni útsendingu í fyrsta skipti Á sunnudag er síðasti þátturinn af Jólaboð Evu og verður hann með óhefðbundnu sniði því matreiðsluþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu. Eva Laufey Kjaran mun elda hátíðarmáltíð fyrir áhorfendur og gefa góð ráð varðandi jólamáltíðirnar. 17. desember 2020 16:31 Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto, Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu. 13. desember 2020 19:06 Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2. 12. desember 2020 13:00 Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 9. desember 2020 13:00 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Hér fyrir neðan má finna uppskriftirnar úr fjórða þætti af Jólaboð Evu. Eva Laufey eldaði í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudagJólaboð Evu Piparkökutriffli með saltaðri karamellusósu 400 g piparkökur 500 g vanilluskyr 400 ml rjómi, þeyttur 2 msk flórsykur Söltuð karamellusósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: Best er að byrja á því að útbúa saltaða karamellusósu og kæla hana á meðan þið undirbúið afganginn. Myljið piparkökur þar til þær eru orðnar að fínni mylsnu. Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við, setjið einnig flórsykur saman við og það má líka bæta vanilludropum út í. Setjið piparkökumylsnu í eitt stórt fat eða glös, setjið um það helming af mylsnunni og setjið síðan skyrblöndu og því næst karamellusósu. Endurtakið leikinn einu sinni eða þar til hráefnið er búið. Kælið trifflið í nokkrar klukkustundir, frábært yfir nótt. Söltuð karamellusósa 150 g sykur 4 msk smjör 2 dl rjómi rjómi sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Bræðið sykur á pönnu við vægan hita, best að hafa alls ekki háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er orðin þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Leyfið sósunni að kólna alveg. PiparkökutriffliJólaboð Evu Sjávarrétta tartalettur 1 msk ólífuolía + 1 msk smjör 5 sveppir 5 aspas stönglar 1 hvítlauksrif 400 g blandaðir sjávarréttir 500 ml rjómi Salt og pipar ½ sveppakraftsteningur 2 msk smátt söxuð steinselja Tartalettu skeljar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hitið olíu og smjör á pönnu. Skerið sveppi og aspas smátt, steikið á pönnu og bætið rifnu hvítlauksrifi út á pönnuna. Skolið og þerrið sjávarréttina, setjið út á pönnuna og steikið í smá stund. Hellið rjómanum út á og kryddið vel með salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Bætið hálfum sveppakraftstening út í og leyfið sósunni að malla smávegis. Skiptið blöndunni niður í tartalettu skeljar og setjið inn í ofn við 180°C í nokkrar mínútur. Berið strax fram og njótið vel! Tartalettur EvuJólaboð Evu Snittur með ljúffengu þeyttu ostakremi 1 baguette 1 msk ólífuolía 400 g hreinn rjómaostur 1 krukka fetaostur Salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Tillögur að áleggi: Steikt hráskinka, klettasalat og parmesan Reyktur lax og dill Kirsuberjatómatar, basilíka og ólífuolía Aðferð: Skerið baguette brauðið í jafn stórar sneiðar, hitið olíu á pönnu og steikið í smá stund á báðum hliðum þar til brauðið er stökkt. Setjið rjómaost, fetaost en munið að hella olíunni sem er í krukkunni frá og steinselju í matvinnsluvél. Kryddið til með salti og pipar. Smyrjið ostakreminu á stökka baguette brauðið og setjið allskyns góðgæti á brauðið. Snittur með ostakremiJólaboð Evu
Uppskriftir Smáréttir Triffli Eva Laufey Jól Jólamatur Tengdar fréttir Eldar fyrir jólaboð í beinni útsendingu í fyrsta skipti Á sunnudag er síðasti þátturinn af Jólaboð Evu og verður hann með óhefðbundnu sniði því matreiðsluþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu. Eva Laufey Kjaran mun elda hátíðarmáltíð fyrir áhorfendur og gefa góð ráð varðandi jólamáltíðirnar. 17. desember 2020 16:31 Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto, Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu. 13. desember 2020 19:06 Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2. 12. desember 2020 13:00 Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 9. desember 2020 13:00 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eldar fyrir jólaboð í beinni útsendingu í fyrsta skipti Á sunnudag er síðasti þátturinn af Jólaboð Evu og verður hann með óhefðbundnu sniði því matreiðsluþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu. Eva Laufey Kjaran mun elda hátíðarmáltíð fyrir áhorfendur og gefa góð ráð varðandi jólamáltíðirnar. 17. desember 2020 16:31
Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto, Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu. 13. desember 2020 19:06
Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2. 12. desember 2020 13:00
Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum. 9. desember 2020 13:00