Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2020 12:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira