„Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 14:11 Kári Stefánsson hefur verið í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur um aukinn aðgang Íslands að bóluefni. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að hann hafi hafið samskipti sín við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer án þess að ræða við sóttvarnalækni „og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kári sendi fréttastofu en greint hefur verið frá því að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur með það fyrir augum að tryggja Íslendingum aukið magn bóluefnis við Covid-19. Þá var greint frá því í dag að Þórólfur Guðnason hefði viðrað svipaðar hugmyndir við Pfizer og Kári hefur gert, það er að segja að að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefni Pfizer. Leitaði ekki út fyrir Vatnsmýrina „Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega bóluefni án þess að ráðfæra mig við sóttvarnarlækni og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur. Ég gerði það líka án þess að vita að hann hefði sent tölvupóst til fulltrúa Pfizers á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Kára. Þá segir Kári rangt hjá sóttvarnalækni að hann hafi borið upp við stjórnendur lyfjafyrirtækisins hugmyndir Þórólfs eða þær átt uppruna hjá Þórólfi. „Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldarfjórðung við að rannsaka alls konar sjúkdóma á Íslandi með því að nýta mér eiginleika þjóðarinnar sem einstakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatnsmýrina til þess að finna þessa hugmynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar samfélagi hafi fengið þessa hugmynd út af því fordæmi sem má finna í vinnu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Kári. Hann segist jafnframt gleðjast yfir því að Þórólfur hafi verið á undan honum að koma hugmyndinni í orð, eins og fram kom í samtali Kára við Luis Jodar, leiðtoga bóluefnadeildar Pfizer. „Það gleður mig líka að Þórólfur skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu en hvorki ég né stjórnendur Pfizers vissum það þegar samtal okkar átti sér stað. Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni,“ segir Kári að lokum í tilkynningunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kári sendi fréttastofu en greint hefur verið frá því að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur með það fyrir augum að tryggja Íslendingum aukið magn bóluefnis við Covid-19. Þá var greint frá því í dag að Þórólfur Guðnason hefði viðrað svipaðar hugmyndir við Pfizer og Kári hefur gert, það er að segja að að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefni Pfizer. Leitaði ekki út fyrir Vatnsmýrina „Ég hóf samskipti mín við Pfizer í þeim tilgangi að reyna að útvega bóluefni án þess að ráðfæra mig við sóttvarnarlækni og svo sannarlega án þess að sækja til hans hugmyndir eða tillögur. Ég gerði það líka án þess að vita að hann hefði sent tölvupóst til fulltrúa Pfizers á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Kára. Þá segir Kári rangt hjá sóttvarnalækni að hann hafi borið upp við stjórnendur lyfjafyrirtækisins hugmyndir Þórólfs eða þær átt uppruna hjá Þórólfi. „Það vill svo til að ég hef unnið í tæpan aldarfjórðung við að rannsaka alls konar sjúkdóma á Íslandi með því að nýta mér eiginleika þjóðarinnar sem einstakt þýði. Þar af leiðandi þurfti ég ekki að leita út fyrir Vatnsmýrina til þess að finna þessa hugmynd. Það er heldur ekki að undra að aðrir í okkar samfélagi hafi fengið þessa hugmynd út af því fordæmi sem má finna í vinnu Íslenskrar erfðagreiningar,“ segir Kári. Hann segist jafnframt gleðjast yfir því að Þórólfur hafi verið á undan honum að koma hugmyndinni í orð, eins og fram kom í samtali Kára við Luis Jodar, leiðtoga bóluefnadeildar Pfizer. „Það gleður mig líka að Þórólfur skyldi hafa komist að sömu niðurstöðu en hvorki ég né stjórnendur Pfizers vissum það þegar samtal okkar átti sér stað. Það hefur engu verið stolið frá okkar góða sóttvarnarlækni,“ segir Kári að lokum í tilkynningunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. 24. desember 2020 14:00
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37