Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 27. desember 2020 12:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira