Þar að auki, þá stefnir í stöðvun á rekstri alríkisstofnanna annað kvöld, þar sem ekki hefur tekist að samþykkja frumvarpið.
Frumvarpið um neyðaraðstoðina og fjármögnun ríkisins var samþykkt á báðum deildum Bandaríkjaþings með stuðningi þingmanna beggja flokka en starfsmenn Trumps í Hvíta húsinu höfðu staðhæft við þingmenn að forsetinn studdi frumvarpið.
Trump kom ekki sjálfur að viðræðunum um gerð frumvarpsins, sem fór fram meðal þingmanna beggja flokka og Steve Mnuchin, fjármálaráðherra hans.
Forsetinn lýsti því þó óvænt yfir á þriðjudaginn að hann vildi ekki skrifa undir frumvarpið og sagði það vera skömmustulegt.
Auk þess að koma þingmönnum Repúblikanaflokksins á óvart, virðist það einnig hafa komið Mnuchin á óvart en þingmenn töldu hann tala máli forsetans. Í svari við fyrirspurn um hvenær hann vissi að Trump vildi tvö þúsund dala ávísun, svaraði talsmaður ráðherrans ekki með beinum hætti heldur sagði Mnuchin hafa átt í reglulegum samskiptum við forestann.
Spokesperson continued: And the Secretary and Chief Meadows speak multiple times per day, including throughout the negotiations and currently.
— Steve Liesman (@steveliesman) December 27, 2020
Not sure whether this means the secty was blindsided by the president s request. On cnbc the secty had called the deal fabulous.
Trump sagðist þá vilja að Bandaríkjamenn fengju sex hundruð dala ávísun frá ríkinu en ekki tvö þúsund og kvartaði hann yfir alls konar viðaukum við frumvarpið. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þvertekið fyrir að senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísun.
Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins, sagði í viðtali í dag að það sem Trump væri að gera væri einstaklega grimmilegt. Það kæmi niður á milljónum manna.
AP fréttaveitan vitnar einnig í Pat Toomey, öldungadeildarþingmann Repúblikanaflokksins, sem sagði í dag að það væri nauðsynlegt að klára frumvarpið sem fyrst.
Joe Biden, verðandi forseti, hefur sakað Trump um að hunsa skyldur sínar og segir að aðgerðaleysi hans muni hafa miklar og alvarlegar afleiðingar.
Auk þess að snúa að neyðaraðstoð til fólks og fyrirtækja snýr frumvarpið að fjárveitingum til skóla, sjúkrahúsa, flugfélaga og ýmislegs annars. Þá snýr frumvarpið einnig að dreifingu bóluefnis um Bandaríkin.
Frumvarpið situr nú á borði forsetans í Mar a Lago, klúbbi hans í Flórída. Sjálfur varði hann deginum í dag í að spila golf.
Trump neitaði einnig að skrifa undir frumvarp varðandi útgjöld til varnarmála í síðustu viku. Útlit er fyrir að frumvarpið njóti þó það mikils stuðnings að þingmenn gætu farið fram hjá forsetanum. Það er þó óvíst hvort jafn margir Repúblikanar og greiddu atkvæði með frumvarpinu muni fara gegn forsetanum.
Trump birti myndband um helgina þar sem hann kvartaði yfir mörgum atriðum í stóra frumvarpinu sem hann hefur ekki viljað skrifa undir. Þar á meðal voru fjárútlát varðandi þróunaraðstoð og önnur alþjóðleg verkefni.
Mörg af þeim atriðum voru þó í hans eigin fjárlagafrumvarpsbeiðni sem Hvíta húsið lagði fram fyrr á árinu.