Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 10:21 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sést mun sjaldnar á almannafæri en áður. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst. Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst. Norður-Kórea Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst.
Norður-Kórea Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira