Frægir fjölguðu sér árið 2020 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. desember 2020 13:31 Fjölmörg falleg börn komu í heiminn á árinu 2020. Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn í fyrsta sinn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn og má segja að 2020 hafi verið mikið barnalánsár. Hér að neðan má sjá hvaða börn fæddust á árinu og Vísir greindi frá. Síðasta ár endaði einstaklega vel fyrir Arnar Freyr Frostason og Sölku Sól Eyfeld en dóttir þeirra kom í heiminn undir blálokin á árinu 2019. „Eitt eftirminnilegasta ár lífs míns. Brúðkaup, tæknifrjóvgunin, Hong Kong, gæsun, baby shower endalaust af tónleikum, Ronja og eftir nokkra daga fáum við litlu stelpuna okkar í hendurnar,“ sagði Salka í færslunni en nú er stelpan komin í heiminn. View this post on Instagram A post shared by 🔸S A L K A 🔸 S Ó L 🔸 (@salkaeyfeld) Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson eignuðust sitt fyrsta barn saman þegar drengurinn þeirra kom í heiminn 2. janúar á þessu ári. „Þessi dásamlegi drengur og óskabarn kom í heiminn síðastliðinn fimmtudag á þeirri fallegu dagsetningu 02.01.20. Móðirin átti yndislega þriggja tíma fæðingu með aðstoð ótrúlegrar ljósmóður á fæðingardeild LSH sem gerði þessi upplifun ógleymanlega,“ skrifaði Helga í færslu á facebook. Þessi dásamlegi drengur og óskabarn kom í heiminn síðastliðinn fimmtudag á þeirri fallegu dagsetningu 02.01.20. ...Posted by Helga Arnardóttir on Mánudagur, 6. janúar 2020 Þann 6. janúar kom dóttirHönnu Rún Óladóttir og Nikita Bazev í heiminn en fyrir áttu þau einn dreng. View this post on Instagram A post shared by Hanna Rún Bazev Óladóttir (@hannabazev) Margrét Edda Gnarr og Ingimar Elíasson eignuðust dreng þann 13. janúar. Drengurinn var fyrsta barn Margrétar og Ingimars saman en fyrir átti Ingimar eitt barn. „Frumburður okkar Ásu, hraustur og fallegur drengur, fæddist á Landspítalanum í gærmorgun. Drengurinn, sem heldur hér um baugfingur föður síns, var 13 merkur (3,2 kg.) og 49 cm. Hann hefur varir, nef og höku föður síns en augnsvip og eyru móður sinnar. Við höfum þegar gefið drengnum nafn og heitir hann Tómas. Öllum heilsast vel,“ skrifaði lögmaðurinn Þorbjörn Þórðarson í færslu undir lok janúar. Þá kom í heiminn fyrsta barn hans og Ásu Dagmar. Þorbjörn vann lengi vel sem fréttamaður á Stöð 2 en starfar í dag á lögmannsstofunni LPR. Ása og Þorbjörn saman á síðustu árshátíð Sýnar í maí 2019.VÍSIR/MARINÓ FLÓVENT Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og unnusta hennar Mia Jalkerud eignuðust tvíbura 31. janúar. Þá komu þau William og Olivia í heiminn eins og Guðbjörg greindi frá á Twitter. The 31st of January my beautiful baby twins came into the world 👼👼❤️ William was 2297gr. and Olivia was 2374gr. Now both are over 3 kg and growing bigger every day 🙏😍 #twins pic.twitter.com/gRpICgUiCB— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) March 3, 2020 Söngvarinn Sverrir Bergmann skrifar fallega færslu á Instagram í febrúar þar sem hann sagði frá því að dóttir hans og Kristínu Evu Geirsdóttur, lögfræðingi, hafi komið í heiminn 4. febrúar. „Lífið orðið breytt fyrir lífstíð. Allt er orðið eins og það á að vera. Kristínu og dóttur okkar líður vel. Litla drekkur og drekkur, kúkar, pissar og lætur í sér heyra. Yndislegt. Ég læt nokkrar myndir fylgja með og eina af fylgjunni. Í þessum belg var stúlkan okkar síðustu 9 mánuði þar sem hún nærðist, stækkaði og dafnið. Ótrúlegt. Magnað. Pabbi meyr, stoltur og þakklátur.“ Þau eiga von á stúlku á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Sverrir Bergmann (@sverrirbergmann) Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eignuðust sitt fyrsta barn 10. febrúar þegar drengurinn Magnús Berg Vilhjálmsson kom í heiminn. Afinn Páll Magnússon deildi færslu á Facebook þar sem hann var yfirsig stoltur af nafnanum. Þau Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á RÚV, og Elísabet Erlendsdóttir, starfsmaður Advania, eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok febrúar. Aðalsteinn hefur vakið mikla athygli fyrir aðkomu hans að fréttaskýringaþættinum Kveik og greindi hann frá Samherjamálinu ásamt Helga Seljan. Aðalsteinn vann einnig að Panama-skjala þættinum fræga á sínum tíma. Hann á tvö börn úr fyrra sambandi en þetta mun vera fyrsta barn Elísabetar. Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania vorið 2018. Margrét Bjarnadóttir, kokkanemi, og Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco og körfuboltadómari, eignuðust sitt fyrsta barn í lok mars á árinu. Margrét er dóttir þeirra Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Þá varð Bjarni afi í fyrsta sinn. Móeiður Lárusdóttir og landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon eignuðust sitt fyrsta barn 25. apríl. Móeiður og Hörður hafa komið víða við en búa um þessar mundir saman í Moskvu í Rússlandi, þar sem Hörður spilar með knattspyrnuliðinu CSKA Mosvka. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) Hjónin Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og Halla Jónsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í maí. Hannes greindi frá því á Instagram og skrifaði: „Hildur Anna Hannesdóttir, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn með stoltum stóru systkinum.“ View this post on Instagram A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og stofnandi WOW air, og Gríma Björg Thorarensen eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 6. maí. Þá kom drengur í heiminn eins og Skúli greinir frá á Facebook. „Litli prinsinn mætti með látum í gær kl 10.54, heilbrigður, stæltur og glæsilegur eins og móðir sín. 53 cm og 4,160 kg. Allt gekk eins og í sögu og pabbi að springa úr stolti.“ Skúli og Gríma hófu sitt samband árið 2017. Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eignuðust sitt annað barn í byrjun maí. Fyrir á parið eina dóttur, Ronju Nótt, sem fæddist árið 2014. View this post on Instagram A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson eignuðust sitt fyrsta barn um miðjan júní þegar drengurinn þeirra kom í heiminn. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson varð faðir í annað sinn en honum og Alyonu, unnustu hans fæddist stúlka 20. júní. Alyona greindi frá fæðingu stúlkunnar á Instagramsíðu sinni og hlaut hún nafnið Mia. Parið er búsett í Kaupmannahöfn þar sem Ragnar leikur með knattspyrnuliðinu FC Kobenhavn en flugu þau hingað til Íslands þar sem að barnið fæddist. View this post on Instagram A post shared by Elena Bach (@bach.elena.a) Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, eignuðust sitt annað barn 6. júlí. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eignuðust tvíbura 23. júlí. Harpa greindi frá þessu á Instagram og skrifaði í sumar. „Og allt í einu eru þeir bara komnir til okkar. Við Guðmundur trúum varla okkar eigin augum. Litlu kraftaverkin okkar.“ Harpa þykir einn færasti förðunarfræðingur landsins og er í sambandi með knattspyrnumanninum Guðmundi Böðvari Guðjónssyni. Harpa á eina dóttur úr fyrra sambandi. Hér að neðan má sjá fjölskylduna í jólaboði á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Harpa Káradóttir (@harpakara) Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-kempa eignaðist sitt fyrsta barn í ágúst með unnusta sínum Frederik Ægidius. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir fyrirsæta eignuðust dreng 18. september. Frá þessu greindi Guðlaug Elísa á Instagram. Þar kom fram að drengurinn hafi fengið nafnið Guðmundur Leó. Albert og Guðlaug eru bæði 23 ára og er þetta þeirra fyrsta barn. Þau eru búsett í Hollandi en Albert leikur knattspyrnu með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsy Henson buðu velkomið sitt fyrsta barn saman þann 26. september. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir og Þorgrímur Smári Ólafsson eignuðust sitt fyrsta barn í lok september. Frá þessu greindi Þorgrímur á Instagram. „Gleðitárin streymdu niður kinnarnar þegar þess fallega unga dama lét loksins sjá sig 26. september kl. 04:56. Karen stóð sig með stakri prýði og var aðdáunarvert að sjá þennan kraft eftir tveggja daga fæðingu,“ skrifaði stoltur faðir. View this post on Instagram A post shared by Þorgrímur Smári Ólafsson (@thorgrimursmari) Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eignuðust sitt þriðja barn 1. október. „Kristbjörg er ofurkona og ég er svo stoltur af þér. Núna eigum við annan dreng til að eyða lífinu með. Oliver og Tristan er svo spenntir að hitta litla bróðir sinn,“ skrifaði Aron á Instagram. Kristbjörg og Aron Einar eru búsett í Katar þar sem drengurinn fæddist. Þau eiga fyrir þá Oliver og Tristan og er fjölskyldan nú orðin fimm manna. View this post on Instagram A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) Margrét Magnúsdóttir og Fjölnir Þorgeirsson eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 13. október þegar drengur kom í heiminn. „Yndislegi sonur okkar kom í heiminn 13. október og allt gekk vonum framar og erum við óendanlega þakklát frábæru læknateymi á Landsspítalanum og erum við í skýjunum með drenginn okkar,“ skrifaði Fjölnir á samfélagsmiðlinum en drengurinn var um þrjú kíló og 48 sentímetrar. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Þorgeirsson (@fjolnir) Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir eignuðust stúlku þann 17. október. „Elsku vinir. Fallega dóttir okkar kom í heiminn 17. október. Vigdís sýndi ótrúlegan kraft þegar hún fæddi dóttur okkar sem er algjörlega heilbrigð. Konan mín geislar hreinlega af móðurást,“ skrifaði Arnór í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir eignuðust stúlku 31. október. Stúlkan vó 13 merkur og mældist 43 sentímetrar. Fyrir áttu þau saman stúlkuna Klöru Kristínu sem fæddist árið 2009. Þessi fallega og hrausta stúlka kom í heiminn í gær, rétt fyrir 11. Hún var 13 merkur og 49 sentímetrar. Pálína nálgaðist fæðinguna eins og enn einn úrslitaleikinn og stóð uppi sem sigurvegari eins og hún þekkir svo vel.Litla stelpan okkar hefur fengið vinnuheitið Ljónið 🦁❤️ pic.twitter.com/k7mJXy1X1Y— Kjartan Atli (@kjartansson4) November 1, 2020 Knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir eignuðust sinn annan son þann 16. október síðastliðinn. Aðeins eitt ár er á milli drengjanna, en foreldrarnir segjast mæla með því að eignast börn með stuttu millibili. View this post on Instagram A post shared by Hermann Hreiðarsson (@herminator74) Annað barn söngkonunnar Stefaníu Svavarsdóttur kom í heiminn um miðjan desember. Stefanía birti myndskeið af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram. Fyrir á Stefanía tveggja ára gamlan son. View this post on Instagram A post shared by Stefanía Svavars 👩🏼🎤🎶 (@stefaniasvavars) Tímamót Fréttir ársins 2020 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn og má segja að 2020 hafi verið mikið barnalánsár. Hér að neðan má sjá hvaða börn fæddust á árinu og Vísir greindi frá. Síðasta ár endaði einstaklega vel fyrir Arnar Freyr Frostason og Sölku Sól Eyfeld en dóttir þeirra kom í heiminn undir blálokin á árinu 2019. „Eitt eftirminnilegasta ár lífs míns. Brúðkaup, tæknifrjóvgunin, Hong Kong, gæsun, baby shower endalaust af tónleikum, Ronja og eftir nokkra daga fáum við litlu stelpuna okkar í hendurnar,“ sagði Salka í færslunni en nú er stelpan komin í heiminn. View this post on Instagram A post shared by 🔸S A L K A 🔸 S Ó L 🔸 (@salkaeyfeld) Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir og Bragi Þór Hinriksson eignuðust sitt fyrsta barn saman þegar drengurinn þeirra kom í heiminn 2. janúar á þessu ári. „Þessi dásamlegi drengur og óskabarn kom í heiminn síðastliðinn fimmtudag á þeirri fallegu dagsetningu 02.01.20. Móðirin átti yndislega þriggja tíma fæðingu með aðstoð ótrúlegrar ljósmóður á fæðingardeild LSH sem gerði þessi upplifun ógleymanlega,“ skrifaði Helga í færslu á facebook. Þessi dásamlegi drengur og óskabarn kom í heiminn síðastliðinn fimmtudag á þeirri fallegu dagsetningu 02.01.20. ...Posted by Helga Arnardóttir on Mánudagur, 6. janúar 2020 Þann 6. janúar kom dóttirHönnu Rún Óladóttir og Nikita Bazev í heiminn en fyrir áttu þau einn dreng. View this post on Instagram A post shared by Hanna Rún Bazev Óladóttir (@hannabazev) Margrét Edda Gnarr og Ingimar Elíasson eignuðust dreng þann 13. janúar. Drengurinn var fyrsta barn Margrétar og Ingimars saman en fyrir átti Ingimar eitt barn. „Frumburður okkar Ásu, hraustur og fallegur drengur, fæddist á Landspítalanum í gærmorgun. Drengurinn, sem heldur hér um baugfingur föður síns, var 13 merkur (3,2 kg.) og 49 cm. Hann hefur varir, nef og höku föður síns en augnsvip og eyru móður sinnar. Við höfum þegar gefið drengnum nafn og heitir hann Tómas. Öllum heilsast vel,“ skrifaði lögmaðurinn Þorbjörn Þórðarson í færslu undir lok janúar. Þá kom í heiminn fyrsta barn hans og Ásu Dagmar. Þorbjörn vann lengi vel sem fréttamaður á Stöð 2 en starfar í dag á lögmannsstofunni LPR. Ása og Þorbjörn saman á síðustu árshátíð Sýnar í maí 2019.VÍSIR/MARINÓ FLÓVENT Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir og unnusta hennar Mia Jalkerud eignuðust tvíbura 31. janúar. Þá komu þau William og Olivia í heiminn eins og Guðbjörg greindi frá á Twitter. The 31st of January my beautiful baby twins came into the world 👼👼❤️ William was 2297gr. and Olivia was 2374gr. Now both are over 3 kg and growing bigger every day 🙏😍 #twins pic.twitter.com/gRpICgUiCB— Guðbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) March 3, 2020 Söngvarinn Sverrir Bergmann skrifar fallega færslu á Instagram í febrúar þar sem hann sagði frá því að dóttir hans og Kristínu Evu Geirsdóttur, lögfræðingi, hafi komið í heiminn 4. febrúar. „Lífið orðið breytt fyrir lífstíð. Allt er orðið eins og það á að vera. Kristínu og dóttur okkar líður vel. Litla drekkur og drekkur, kúkar, pissar og lætur í sér heyra. Yndislegt. Ég læt nokkrar myndir fylgja með og eina af fylgjunni. Í þessum belg var stúlkan okkar síðustu 9 mánuði þar sem hún nærðist, stækkaði og dafnið. Ótrúlegt. Magnað. Pabbi meyr, stoltur og þakklátur.“ Þau eiga von á stúlku á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Sverrir Bergmann (@sverrirbergmann) Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson eignuðust sitt fyrsta barn 10. febrúar þegar drengurinn Magnús Berg Vilhjálmsson kom í heiminn. Afinn Páll Magnússon deildi færslu á Facebook þar sem hann var yfirsig stoltur af nafnanum. Þau Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á RÚV, og Elísabet Erlendsdóttir, starfsmaður Advania, eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok febrúar. Aðalsteinn hefur vakið mikla athygli fyrir aðkomu hans að fréttaskýringaþættinum Kveik og greindi hann frá Samherjamálinu ásamt Helga Seljan. Aðalsteinn vann einnig að Panama-skjala þættinum fræga á sínum tíma. Hann á tvö börn úr fyrra sambandi en þetta mun vera fyrsta barn Elísabetar. Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania vorið 2018. Margrét Bjarnadóttir, kokkanemi, og Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco og körfuboltadómari, eignuðust sitt fyrsta barn í lok mars á árinu. Margrét er dóttir þeirra Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur. Þá varð Bjarni afi í fyrsta sinn. Móeiður Lárusdóttir og landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon eignuðust sitt fyrsta barn 25. apríl. Móeiður og Hörður hafa komið víða við en búa um þessar mundir saman í Moskvu í Rússlandi, þar sem Hörður spilar með knattspyrnuliðinu CSKA Mosvka. View this post on Instagram A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) Hjónin Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, og Halla Jónsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í maí. Hannes greindi frá því á Instagram og skrifaði: „Hildur Anna Hannesdóttir, nýjasti fjölskyldumeðlimurinn með stoltum stóru systkinum.“ View this post on Instagram A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og stofnandi WOW air, og Gríma Björg Thorarensen eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 6. maí. Þá kom drengur í heiminn eins og Skúli greinir frá á Facebook. „Litli prinsinn mætti með látum í gær kl 10.54, heilbrigður, stæltur og glæsilegur eins og móðir sín. 53 cm og 4,160 kg. Allt gekk eins og í sögu og pabbi að springa úr stolti.“ Skúli og Gríma hófu sitt samband árið 2017. Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eignuðust sitt annað barn í byrjun maí. Fyrir á parið eina dóttur, Ronju Nótt, sem fæddist árið 2014. View this post on Instagram A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixson eignuðust sitt fyrsta barn um miðjan júní þegar drengurinn þeirra kom í heiminn. Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson varð faðir í annað sinn en honum og Alyonu, unnustu hans fæddist stúlka 20. júní. Alyona greindi frá fæðingu stúlkunnar á Instagramsíðu sinni og hlaut hún nafnið Mia. Parið er búsett í Kaupmannahöfn þar sem Ragnar leikur með knattspyrnuliðinu FC Kobenhavn en flugu þau hingað til Íslands þar sem að barnið fæddist. View this post on Instagram A post shared by Elena Bach (@bach.elena.a) Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, eignuðust sitt annað barn 6. júlí. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eignuðust tvíbura 23. júlí. Harpa greindi frá þessu á Instagram og skrifaði í sumar. „Og allt í einu eru þeir bara komnir til okkar. Við Guðmundur trúum varla okkar eigin augum. Litlu kraftaverkin okkar.“ Harpa þykir einn færasti förðunarfræðingur landsins og er í sambandi með knattspyrnumanninum Guðmundi Böðvari Guðjónssyni. Harpa á eina dóttur úr fyrra sambandi. Hér að neðan má sjá fjölskylduna í jólaboði á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Harpa Káradóttir (@harpakara) Annie Mist Þórisdóttir Crossfit-kempa eignaðist sitt fyrsta barn í ágúst með unnusta sínum Frederik Ægidius. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir fyrirsæta eignuðust dreng 18. september. Frá þessu greindi Guðlaug Elísa á Instagram. Þar kom fram að drengurinn hafi fengið nafnið Guðmundur Leó. Albert og Guðlaug eru bæði 23 ára og er þetta þeirra fyrsta barn. Þau eru búsett í Hollandi en Albert leikur knattspyrnu með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by Albert Gudmundsson (@albertgudmundsson) Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsy Henson buðu velkomið sitt fyrsta barn saman þann 26. september. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir og Þorgrímur Smári Ólafsson eignuðust sitt fyrsta barn í lok september. Frá þessu greindi Þorgrímur á Instagram. „Gleðitárin streymdu niður kinnarnar þegar þess fallega unga dama lét loksins sjá sig 26. september kl. 04:56. Karen stóð sig með stakri prýði og var aðdáunarvert að sjá þennan kraft eftir tveggja daga fæðingu,“ skrifaði stoltur faðir. View this post on Instagram A post shared by Þorgrímur Smári Ólafsson (@thorgrimursmari) Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eignuðust sitt þriðja barn 1. október. „Kristbjörg er ofurkona og ég er svo stoltur af þér. Núna eigum við annan dreng til að eyða lífinu með. Oliver og Tristan er svo spenntir að hitta litla bróðir sinn,“ skrifaði Aron á Instagram. Kristbjörg og Aron Einar eru búsett í Katar þar sem drengurinn fæddist. Þau eiga fyrir þá Oliver og Tristan og er fjölskyldan nú orðin fimm manna. View this post on Instagram A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) Margrét Magnúsdóttir og Fjölnir Þorgeirsson eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 13. október þegar drengur kom í heiminn. „Yndislegi sonur okkar kom í heiminn 13. október og allt gekk vonum framar og erum við óendanlega þakklát frábæru læknateymi á Landsspítalanum og erum við í skýjunum með drenginn okkar,“ skrifaði Fjölnir á samfélagsmiðlinum en drengurinn var um þrjú kíló og 48 sentímetrar. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Þorgeirsson (@fjolnir) Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir eignuðust stúlku þann 17. október. „Elsku vinir. Fallega dóttir okkar kom í heiminn 17. október. Vigdís sýndi ótrúlegan kraft þegar hún fæddi dóttur okkar sem er algjörlega heilbrigð. Konan mín geislar hreinlega af móðurást,“ skrifaði Arnór í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arnór Dan (@arnordan) Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir eignuðust stúlku 31. október. Stúlkan vó 13 merkur og mældist 43 sentímetrar. Fyrir áttu þau saman stúlkuna Klöru Kristínu sem fæddist árið 2009. Þessi fallega og hrausta stúlka kom í heiminn í gær, rétt fyrir 11. Hún var 13 merkur og 49 sentímetrar. Pálína nálgaðist fæðinguna eins og enn einn úrslitaleikinn og stóð uppi sem sigurvegari eins og hún þekkir svo vel.Litla stelpan okkar hefur fengið vinnuheitið Ljónið 🦁❤️ pic.twitter.com/k7mJXy1X1Y— Kjartan Atli (@kjartansson4) November 1, 2020 Knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn Hermann Hreiðarsson og Alexandra Fanney Jóhannsdóttir eignuðust sinn annan son þann 16. október síðastliðinn. Aðeins eitt ár er á milli drengjanna, en foreldrarnir segjast mæla með því að eignast börn með stuttu millibili. View this post on Instagram A post shared by Hermann Hreiðarsson (@herminator74) Annað barn söngkonunnar Stefaníu Svavarsdóttur kom í heiminn um miðjan desember. Stefanía birti myndskeið af sér og nýfæddri dóttur sinni á Instagram. Fyrir á Stefanía tveggja ára gamlan son. View this post on Instagram A post shared by Stefanía Svavars 👩🏼🎤🎶 (@stefaniasvavars)
Tímamót Fréttir ársins 2020 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira