Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:23 Sara kampakát með verðlaunagripinn í kvöld. Bragi Valgeirsson Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. Valið er venjulega kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu en vegna samkomutakmarkanna var hófið sýnt á RÚV. Þetta var í 65. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Sara fékk fullt hús stiga. Hún fékk 600 stig en í öðru sætinu var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson með 356 stig en í þriðja sætinu var landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Aron Pálmarsson, með 266 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66 Íþróttamaður ársins Fótbolti Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt fyrir félagið og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Sjá meira
Valið er venjulega kunngjört á árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í Hörpu en vegna samkomutakmarkanna var hófið sýnt á RÚV. Þetta var í 65. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins. Sara fékk fullt hús stiga. Hún fékk 600 stig en í öðru sætinu var körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson með 356 stig en í þriðja sætinu var landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Aron Pálmarsson, með 266 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara fór frá Wolfsburg til franska stórliðsins Lyon á árinu og átti þátt í að koma báðum liðum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún vann tvöfalt með Wolfsburg og varð síðan fyrsta íslenska konan til að vinna Meistaradeild Evrópu. Sara skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum gegn sínu gamla félagi, Wolfsburg. Sara varð einnig franskur bikarmeistari með Lyon og vann því fjóra stóra titla á árinu. Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2022 á árinu, en hún lék 10 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Sara Björk bætti landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur og er hún nú búin að leika 136 leiki fyrir Íslands hönd. Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
Íþróttamaður ársins 2020 1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600 2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266 4. Anton Sveinn McKee, sund – 209 5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155 6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126 7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106 8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84 9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74 10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66
Íþróttamaður ársins Fótbolti Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Nauðsynlegt fyrir félagið og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Sjá meira