Efstu mennirnir á óskalista Klopp hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 18:00 Jürgen Klopp er með þrjá leikmenn sem hann vill fá á Anfield í næsta glugga. vísir/getty Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira