Víða skert starfsemi í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:55 Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08
250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18