Víða skert starfsemi í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:55 Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Tveir grunnskólar eru lokaðir vegna þess að starfsfólk hefur smitast af kórónuveirunni. Börn starfsfólks í leik-og grunnskólum hafa forgang um aukna þjónustu í skólunum. Þrír starfmenn Háteigsskóla hafa greinst með kórónuveiruna og var skólanum lokað í dag og næstu tvær vikurnar. Þá var grunnskólanum í Hveragerði lokað fyrir helgi og er hann lokaður til 23. mars. Þorsteinn Sæberg formaður skólastjórafélagsins segir að víða hafi orðið skerðing á skólastarfi. „Það er verið að skipuleggja skólastarfið eftir fyrirmælum sóttvarnalæknis sem þýðir að það mega ekki vera fleiri en 20 manns í skilgreindum rýmum. Samgangur má ekki vera mikill milli nemenda svo að það gerist ekki það sama og í Háteigsskóla og í Hveragerði ef sýking kemur upp. Þá er starfsmannahaldið, fólk er veikt, í sóttkví eða með undirliggjandi sjúkdóma og þá má það ekki koma í skólann við þessar aðstæður. Þá er verið að reyna að skipta starfsmannahópnum upp þannig að helmingur kemur einn daginn og hinn næsta dag og það er allt sótthreinsað á milli,“ segir Þorsteinn. Starfsfólk á forgangslista almannavarna getur sótt um aukna- skóla-, leikskóla-og frístundaþjónustu. Starfsfólk grunn-og leikskóla er þar í fyrsta skipti. „Þessu fólki verðum við að sinna umfram öðru fólki einfaldlega vegna þeirra starfa sem það sinnir á þessum tímum,“ segir Þorsteinn. Vel hefur gengið að skipuleggja skólastarf í Laugalækjarskóla Jón Páll Haraldsson skólastjóri í Laugalækjarskóla segir að vel hafi gengið að skipuleggja skólastarfið síðustu daga.Visir/Egill Nemendum er skipt upp í Laugalækjarskóla og fá tvær stundir á dag í kennslu. Krakkar sem við ræddum við þar í dag voru ánægðir með viðbrögð skólans. Mikilvægt væri að komast í skólann til að halda rútínu. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla sagði að vel hefði gengið að bregðast við fyrirmælum sóttvarnalæknis. „Það hefur gengið vonum framar að skipuleggja starfið. Starfsfólkið hefur lagt sig mikið fram og nemendur eru æðrulausir. Við erum með unglingastig þannig að þetta er auðveldara hér en í skólum þar sem börnin eru yngri. Við höfum lokað matsalnum hér og þau fá mat í skólastofurnar. Við erum einnig að undirbúa nemendur fyrir sjálfsnám ef til lokunar kemur,“ segir Jón Páll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08 250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Loka Háteigsskóla í tvær vikur Stjórnendur Háteigsskóla hafa tekið ákvörðun um að loka skólanum fyrir nemendum í fjórtán daga í samráði við almannavarnir og sóttvarnalæknir. Skólanum var lokað í dag eftir að þrír starfsmenn greindust með Covid-19-sjúkdóminn af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru. 17. mars 2020 18:08
250 nemendur við grunnskólann í Hveragerði í sóttkví vegna smits kennara Kennari við grunnskólann í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna og hafa 250 börn við skólann verið skipuð í sóttkví. 14. mars 2020 21:18