Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 22:02 Alma Möller, landlæknir, segir nýjustu spár benda til þess að hápunkti kórónuveirufaraldursins verði náð í kring um 10. apríl hér á landi. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. Sérfræðingar hafa rýnt í hegðun veirunnar hér á landi og í öðrum löndum, meðal annars Kína og Ítalíu, og dregið upp mynd af framtíðarþróun veirunnar hér á landi. Þetta kynnti Alma Möller, landlæknir, í umræðuþætti um veiruna á RÚV í kvöld. Hún tók það þó sérstaklega fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum og ekki væri hægt að spá nákvæmlega um hvernig þróun veirunnar yrði. Samkvæmt spánni er líklegt að um fjörutíu verði á sjúkrahúsi á hverjum tíma en sú tala gæti hækkað upp í allt að 110. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar. Um miðjan apríl getum við sagt.“ Þá sagði hún að líklegt væri að mesta álagið á gjörgæslu yrði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, í kring um 14. apríl. Alvarlegri einkenni kæmu síðar fram en þau vægari. Því væri spáð að allt að sjö upp í fjörutíu einstaklingar yrðu á gjörgæslu hverju sinni. Þá ítrekaði hún að spárnar væru kynntar með miklum fyrirvara. Á Landspítala eru til 26 öndunarvélar og fjórar á Akureyri, sem þyrfti mögulega að brúka ef einkenni einstaklinga verða alvarleg. Þá eru til fleiri öndunarvélar í sjúkrabílum og skurðstofum sem hægt væri að grípa í yrði þess þörf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. Sérfræðingar hafa rýnt í hegðun veirunnar hér á landi og í öðrum löndum, meðal annars Kína og Ítalíu, og dregið upp mynd af framtíðarþróun veirunnar hér á landi. Þetta kynnti Alma Möller, landlæknir, í umræðuþætti um veiruna á RÚV í kvöld. Hún tók það þó sérstaklega fram að þetta væri sagt með miklum fyrirvörum og ekki væri hægt að spá nákvæmlega um hvernig þróun veirunnar yrði. Samkvæmt spánni er líklegt að um fjörutíu verði á sjúkrahúsi á hverjum tíma en sú tala gæti hækkað upp í allt að 110. „Þá eru bestu spár sem segja að við verðum á hápunkti faraldursins kannski 10. apríl, plús mínus kannski fimm dagar eða nokkrir dagar. Um miðjan apríl getum við sagt.“ Þá sagði hún að líklegt væri að mesta álagið á gjörgæslu yrði ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, í kring um 14. apríl. Alvarlegri einkenni kæmu síðar fram en þau vægari. Því væri spáð að allt að sjö upp í fjörutíu einstaklingar yrðu á gjörgæslu hverju sinni. Þá ítrekaði hún að spárnar væru kynntar með miklum fyrirvara. Á Landspítala eru til 26 öndunarvélar og fjórar á Akureyri, sem þyrfti mögulega að brúka ef einkenni einstaklinga verða alvarleg. Þá eru til fleiri öndunarvélar í sjúkrabílum og skurðstofum sem hægt væri að grípa í yrði þess þörf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04
Á von á að einhver starfsmanna hafi smitast Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. 18. mars 2020 20:00