Henry Birgir um Tom Brady: Þetta verður versta ákvörðun ferilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 10:45 Tom Brady skiptir yfir í rauðan búning á næstu leiktíð. vísir/getty Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady NFL Sportið í dag Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports í NFL-deildinni, bauð upp á svokallað „hot take“ á vistaskiptum besta leikstjórnanda allra tíma. Tom Brady, sem verður 43 ára gamall í haust og hefur spilað í tuttugu ár með New England Patriots, tók þá ákvörðun að hætta hjá félaginu en ekki að hætta að spila. Brady er sagður ætla að skrifa undir samning við Tampa Bay Buccaneers. Margir sérfræðingar NFL-deildarinnar segja að þetta sé skynsamleg ákvörðun fyrir Tom Brady og fyrir Tampa Bay Buccaneers sem nú verði að liði sem geti farið alla leið. Það eru vissulega nóg af sóknarvopnum hjá Buccaneers sem Brady getur nýtt sér en Henry Birgir var ekki eins bjartsýnn þegar hann ræddi þessa ákvörðun Tom Brady í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. „Þetta eru einhverjar stærstu fréttir ársins og rúmlega það í Bandaríkjunum fyrir utan þessar veirufréttir. Þetta er það sem ég myndi kalla sjálfsmorðsverkefni hjá Brady ef hann ætlar sér að fara í Tampa sem virðist vera raunin,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Þarna er útherjadúóið stórkostlega í Tampa Bay sem eru Chris Godwin og Mike Evans en þeir hafa aðallega verið að kasta á þessa tvo. Ég held að vandamálið með það sé að Brady drífi ekki á þá því ég held að hann kasti ekki þetta langt,“ sagði Henry Birgir og hann var til í spá: „Mitt „hot take“ á þetta er að þetta er hræðileg ákvörðun hjá Brady, þetta er versta ákvörðun ferilsins hjá Brady og þegar vel er liðið á næsta tímabil þá mun hann óska þess að hafa frekar lagt skóna á hilluna,“ sagði Henry Birgir en það má sjá Kjartan Atla og Henry Birgi ræða ákvörðun Tom Brady hér fyrir neðan. Klippa: Henry Birgir um Tom Brady
NFL Sportið í dag Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sjá meira