Steypubílsþjófurinn grunaður um aðild að brunanum á Pablo Discobar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2020 15:46 Eldur kom upp á Pablo Discobar. vísir Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni. Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um aðild að brunanum á skemmtistaðnum Pablo Discobar er sá sami og stal steypubíl fyrr í mánuðinum og ók honum glæfralega eftir Sæbrautinni í Reykjavík, svo lögregla veitti honum eftirför. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tilkynning um eld á efstu hæð Pablo Discobars, sem stendur við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur, barst rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og rjúfa þurfti þak hússins. Einn maður var handtekinn á vettvangi. Hér að neðan má sjá umfjöllun fréttamanns og svipmyndir frá aðgerðum slökkviliðs á vettvangi í nótt. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi í morgun að maðurinn sem handtekinn var sé grunaður um aðild að brunanum. Ekki er enn vitað um eldsupptök en tæknideild lögreglu hefur verið við rannsókn á vettvangi í dag. Farið verður yfir ýmis gögn, m.a. upptökur úr öryggismyndavélum við staðinn. Þá stóð til að taka skýrslu af manninum nú síðdegis. Að neðan má sjá myndband af vettvangi í nótt þar sem karlmaður er á leiðinni niður stiga bakdyramegin á Pablo Discobar. Fólk heyrist öskra á manninn. Talsvert tjón varð á húsnæði Pablo Discobars vegna brunans, að sögn Guðmundar Páls. Vísir hefur ekki náð í eigendur staðarins í dag. Eftirför eftir Sæbraut lauk við Kleppsveg Það var á miðvikudag í síðustu viku sem fjölmiðlar voru undirlagðir fréttum af steypubílsstuldinum. Þá um morguninn stal maðurinn steypubíl fullum af steypu á byggingasvæði við Vitastíg. Því næst ók maðurinn niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu og næst sem leið lá eftir Sæbrautinni. Fjölmennt lögreglulið veitti manninum eftirför og áttu gangandi vegfarendur fótum sínum fjör að launa. För mannsins var loks stöðvuð við Kleppsveg, hann stökk þá út úr bílnum og lögreglumenn eltu hann uppi og handtóku hann. Honum var sleppt samdægurs að lokinni yfirheyrslu. Fjölmörg myndbönd náðust af atvikinu og eftirför lögreglu. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, þar sem sjónarvottur fylgir lögreglu eftir nær endilangri Sæbrautinni.
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55 Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47 Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45 Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27 Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Steypubílsþjófnum var sleppt í gær Manninum sem tók steypubíl ófrjálsri hendi og ók í miðbænum og á Sæbraut í gærmorgun var sleppt í gær að lokinni yfirheyrslu. 12. mars 2020 10:55
Náði nær allri eftirför steypubílsins eftir Sæbrautinni á myndband Ekki hefur enn náðst að ræða við manninn sem stal steypubíl í miðbæ Reykjavíkur í morgun. Til stendur að yfirheyra hann seint í kvöld. 11. mars 2020 17:47
Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. 11. mars 2020 11:45
Einn handtekinn á vettvangi brunans í Pablo Discobar Einn maður var handtekinn á vettvangi brunans á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg. Ekki hefur fengist staðfest hjá lögreglu hvort maðurinn sé grunaður um aðild að brunanum. 19. mars 2020 00:27
Eldur logar í Pablo Discobar Eldur brennur nú í húsi við Veltusund þar sem skemmtistaðurinn Pablo Discobar er til húsa. Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum og er verið að vinna í því að slökkva eldinn. 18. mars 2020 23:30