Íþróttaleikir í borginni eina sem er talið tengja smit í Eyjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 23:21 Ekki kemur fram í færslu lögreglunnar um hvaða kappleiki á höfuðborgarsvæðinu smitin gætu tengst. Margir Eyjamenn lögðu hins vegar leið sína í Laugardalshöll til að sjá sína menn leggja Stjörnuna í bikarúrslitaleik 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví eftir að einn úr þjálfaraliðinu greindist smitaður innan við viku eftir leikinn. Vísir/Daníel Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Tíu kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest í Vestmannaeyjum. Lögreglan þar segir að það eina sem virðist tengja tilfellin saman séu íþróttakappleikir á höfuðborgarsvæðinu sem einstaklingarnir eða fólk þeim tengdir sótti sem áhorfendur eða leikmenn. Íþróttamiðstöðinni hefur verið lokað tímabundið. Engin augljós innbyrðis tenging er sögð á milli smitanna í Facebook-færslu aðgerðastjórnar lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld. Kenningin um tengsl við íþróttakappleiki hefur ekki verið staðfest og segir lögreglan ekki hægt að fullyrða um þann möguleika að svo stöddu. Ekki er tekið fram í færslunni um hvaða íþróttakappleik eða leiki gæti verið um að ræða. ÍBV keppti gegn Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppni karla í handbolta í þétt setinni Laugardalshöll 7. mars. Allur leikmannahópur Stjörnunnar fór í sóttkví nokkrum dögum síðar eftir að einn úr þjálfarateymi liðsins greindist með kórónuveiruna. Hann var á leiknum gegn ÍBV. Þrjú ný tilfelli greindust í dag og tengjast þau fyrri staðfestum smitum. Íþróttamiðstöð bæjarins hefur verið lokað tímabundið vegna tengsla við eitt smitanna. Um hundrað manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitanna tíu en til viðbótar er talsverður fjöldi einnig í sóttkví vegna ferðalaga á áhættusvæðum. Leikskólanum Sóla hefur verið lokað vegna faraldursins og ákveðið var að halda sjöunda bekk grunnskólans heima í dag vegna tengsla nemenda þar við staðfest smit og óvenjumikilla veikinda í bekknum. „Sýni voru tekin frá öllum nemendum sem eru með einkenni og niðurstöður sýna sem tekin voru í gær eru neikvæðar. Sýni voru tekin hjá öðrum nemendum með einkenni í árgangnum í dag og er niðurstöðum þeirra að vænta í kvöld og á morgun,“ segir í færslu aðgerðastjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07 Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur 19. mars 2020 19:07
Sjö nú smitaðir í Eyjum og 133 í sóttkví Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur greint frá því að þar í bæ hafi fimm einstaklingar greinst með veiruna í gær og þar eru staðfest smit því orðin sjö. 19. mars 2020 06:41