Létu gesti í stafrænni nafnaveislu halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 22:00 Hildur María með þeim feðgum Baldri Kára og Hilmari. Hinir nýbökuðu foreldrar Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. Fáir hafa meira í fréttum síðustu vikurnar en þríeykið í framlínu almannavarna – þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Veislan færð yfir í netheima Hildur María segir í samtali við Vísi að þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda skírnarveisluna líkt og upphaflega var ætlað vegna samkomubannsins sem nú er í gildi var ákveðið að nýta tæknina og halda veisluna í netheimum. „Við vorum upphaflega búin að ákveða að hafa sextíu til sjötíu manna veislu, en svo kom systir mín með þá hugmynd að vera með rafræna veislu í beinni á Facebook. Foreldrar mínir búa líka erlendis svo þetta var bara mjög góð lending,“ segir Hildur María. Farið í hengimann Hún segir að þau hafi bara verið saman þrjú heima en að gestirnir hafi margir klætt sig upp og tengt tölvuna við sjónvarpið og gert svolítið úr þessu. Þegar kom að því að tilkynna um nafnið hafi þau ákveðið að fara í hengimann með gestunum sem giskuðu svo á stafi. „Það vantaði hins vegar smá fútt í þetta svo við fórum þessa leið. Sögðum að það væru átta stafir í fornafninu og fimm í millinafninu. Svo komu stafirnir hver á fætur öðrum þar til að nafnið Þórólfur Víðir var komið á spjaldið. Mér fannst ég geta haldið andliti mjög lengi, en vinkonur mínar héldu að ég væri búin að missa vitið. Að nefna í höfuðið á Þórólfi og Víði í ljósi ástandsins. Þórólfur Víðir er fallegt nafn en það væri úr karakter hjá okkur að nefna strákinn okkar það. Ég varð alveg að segja „djók“ nokkrum sinnum eftir þetta til að fá gestina til að skilja.“ Hilmar heitir hann! Skírður í höfuðið á afa Þau Hildur María og Baldur Kára greindu loks gestunum frá því að drengurinn hafi verið nefndur í höfuðið á föður Hildar og fengið nafnið Hilmar Haarde Baldursson. „Þetta endaði sem mjög skemmtilegur dagur. Við sáum auðvitað fyrir okkur öðruvísi veislu en stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður áætlar en það er mikilvægt að missa ekki móðinn og gera gott úr þeim sem aðstæðum eru. Sérstaklega mikilvægt að missa ekki móðinn í því astandi sem varir núna og sjá björtu hliðarnar líka. Það er svo dásamlegt að geta notað tæknina á þennan hátt og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þrátt fyrir allt getað deilt þessum degi með okkar nánasta fólki. Mæli með svona rafrænni nafnatilkynningu – skemmtileg tilbreyting og litli Hilmar var ótrúlega sáttur og rólegur með þetta allt,“ segir Hildur María að lokum. Hildur María, Baldur Kári og Hilmar. Reykjavík Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Hinir nýbökuðu foreldrar Hildur María Haarde og Baldur Kári Eyjólfsson ákváðu að fíflast aðeins í gestum stafrænnar nafnaveislu þriggja mánaða sonar síns fyrr í dag með því að fá þá til að halda að drengurinn hefði fengið nafnið Þórólfur Víðir. Fáir hafa meira í fréttum síðustu vikurnar en þríeykið í framlínu almannavarna – þau Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Veislan færð yfir í netheima Hildur María segir í samtali við Vísi að þegar ljóst var að ekki væri hægt að halda skírnarveisluna líkt og upphaflega var ætlað vegna samkomubannsins sem nú er í gildi var ákveðið að nýta tæknina og halda veisluna í netheimum. „Við vorum upphaflega búin að ákveða að hafa sextíu til sjötíu manna veislu, en svo kom systir mín með þá hugmynd að vera með rafræna veislu í beinni á Facebook. Foreldrar mínir búa líka erlendis svo þetta var bara mjög góð lending,“ segir Hildur María. Farið í hengimann Hún segir að þau hafi bara verið saman þrjú heima en að gestirnir hafi margir klætt sig upp og tengt tölvuna við sjónvarpið og gert svolítið úr þessu. Þegar kom að því að tilkynna um nafnið hafi þau ákveðið að fara í hengimann með gestunum sem giskuðu svo á stafi. „Það vantaði hins vegar smá fútt í þetta svo við fórum þessa leið. Sögðum að það væru átta stafir í fornafninu og fimm í millinafninu. Svo komu stafirnir hver á fætur öðrum þar til að nafnið Þórólfur Víðir var komið á spjaldið. Mér fannst ég geta haldið andliti mjög lengi, en vinkonur mínar héldu að ég væri búin að missa vitið. Að nefna í höfuðið á Þórólfi og Víði í ljósi ástandsins. Þórólfur Víðir er fallegt nafn en það væri úr karakter hjá okkur að nefna strákinn okkar það. Ég varð alveg að segja „djók“ nokkrum sinnum eftir þetta til að fá gestina til að skilja.“ Hilmar heitir hann! Skírður í höfuðið á afa Þau Hildur María og Baldur Kára greindu loks gestunum frá því að drengurinn hafi verið nefndur í höfuðið á föður Hildar og fengið nafnið Hilmar Haarde Baldursson. „Þetta endaði sem mjög skemmtilegur dagur. Við sáum auðvitað fyrir okkur öðruvísi veislu en stundum fara hlutirnir ekki alveg eins og maður áætlar en það er mikilvægt að missa ekki móðinn og gera gott úr þeim sem aðstæðum eru. Sérstaklega mikilvægt að missa ekki móðinn í því astandi sem varir núna og sjá björtu hliðarnar líka. Það er svo dásamlegt að geta notað tæknina á þennan hátt og ég er mjög þakklát fyrir að hafa þrátt fyrir allt getað deilt þessum degi með okkar nánasta fólki. Mæli með svona rafrænni nafnatilkynningu – skemmtileg tilbreyting og litli Hilmar var ótrúlega sáttur og rólegur með þetta allt,“ segir Hildur María að lokum. Hildur María, Baldur Kári og Hilmar.
Reykjavík Grín og gaman Samkomubann á Íslandi Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira