Gefa sér fjórar vikur til að ákveða hvort Ólympíuleikunum verði frestað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 19:00 Ólymíueldurinn er kominn til Tókýó en kórónuveiran gæti mjög sennilega orðið til þess að Ólympíuleikunum verði frestað. VÍSIR/GETTY Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Alþjóða ólympíunefndin, IOC, ætlar að gefa sér fjórar vikur til viðbótar til þess að ákveða hvort að Ólympíuleikunum í Tókýó, sem eiga að hefjast 24. júlí, verði frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Á fundi framkvæmdastjórnar IOC í dag var ákveðið að fresta ekki leikunum að svo stöddu. Samkvæmt Dan Roan, blaðamanni BBC, eru þrír möguleikar í stöðunni. Að leikarnir fari fram á þeim tíma sem áætlað var, en verði minni í sniðum, að þeim verði frestað um nokkra mánuði, eða að þeim verði frestað um eitt ár og fari fram sumarið 2021. Íslenskt íþróttafólk er á meðal þeirra fjölmörgu sem gagnrýnt hafa að ekki sé búið að fresta leikunum, nú þegar til að mynda búið er að fresta flestum mótum sem gefa íþróttafólkinu tækifæri á að vinna sig inn á leikana. Og IOC er nú opinberlega búið að opna á þann möguleika að fresta leikunum, en forseti nefndarinnar Thomas Bach sagði við The New York Times að verið væri að skoða mismunandi sviðsmyndir. Í bréfi hans til íþróttafólks í dag segir: „Við hófum ítarlegar umræður til að klára að meta þær öru breytingar sem verið hafa á stöðu heilbrigðismála í heiminum og áhrif þeirra á Ólympíuleikana, með möguleika á frestun. Við erum viss um að þessum umræðum verður lokið innan fjögurra vikna.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Tengdar fréttir Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00 Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00 Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00 Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00 Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Hilmar með langt kast í snjónum Það er lítið um íþróttamót þessa dagana vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar en þó fór fram vetrarkastmót í Laugardalnum í gær þar sem keppt var í kringlukasti og sleggjukasti. 22. mars 2020 08:00
Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. 21. mars 2020 22:00
Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. 21. mars 2020 20:00
Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. 11. mars 2020 08:00