Á dagskrá í dag: Kraftaverkið í Istanbúl og undankeppni EM í e-fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2020 06:00 Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson verða í beinni útsendingu kl. 15 í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Auk Sportsins í dag og Seinni bylgjunnar verður hægt að sjá ýmislegt á Stöð 2 Sport í dag. Þar verða til að mynda úrslitaleikir Evrópudeildar og enska deildabikarsins, spurningaþættirnir skemmtilegu Manstu með Gumma Ben, og sögufrægur úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu árið 2005; Kraftaverkið í Istanbúl. Stöð 2 Sport 2 – Manstu eftir stórveldunum í Englandi? Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna spurningaþættina Manstu, með Gumma Ben, þar sem vinsælustu félögin í enska boltanum eru í sviðsljósinu. Þar verður einnig hægt að rifja upp rimmu Hauka og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta 2018. Um kvöldið er svo á dagskrá heimildamynd um Alfreð Gíslason, annáll um handboltaárið 2019 og leikur Tottenham og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stöð 2 Sport 3 – Bikarúrslitaleikir í fótbolta Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir gamlir úrslitaleikir í bikarkeppnum karla og kvenna í fótbolta, frá morgni og fram yfir miðnætti. Stöð 2 Sport 4 – Landsleikir í beinni í e-fótbolta Það verða beinar útsendingar á Stöð 2 Sport 4 í dag þegar íslenska landsliðið í e-fótbolta keppir í Pro Evolution Soccer, í undankeppni EM. Fyrsti leikur er gegn Rússlandi kl. 16 og eru leikirnir fjórir talsins. Einnig verða sýndar útsendingar frá úrslitaleikjum í Counter-Strike og League of Legends í íslensku deildinni. Stöð 2 Golf – Þættir um The Open og hápunktar úr PGA Golfunnendur geta horft á þætti um The Open frá síðustu fimm árum og séð helstu tilþrifin á þessu sögufræga móti. Þar verða einnig hápunktar úr PGA-mótaröðinni í fyrra og í vetur. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Rafíþróttir Dominos-deild karla Íslenski boltinn Enski boltinn Seinni bylgjan Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Auk Sportsins í dag og Seinni bylgjunnar verður hægt að sjá ýmislegt á Stöð 2 Sport í dag. Þar verða til að mynda úrslitaleikir Evrópudeildar og enska deildabikarsins, spurningaþættirnir skemmtilegu Manstu með Gumma Ben, og sögufrægur úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu árið 2005; Kraftaverkið í Istanbúl. Stöð 2 Sport 2 – Manstu eftir stórveldunum í Englandi? Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna spurningaþættina Manstu, með Gumma Ben, þar sem vinsælustu félögin í enska boltanum eru í sviðsljósinu. Þar verður einnig hægt að rifja upp rimmu Hauka og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta 2018. Um kvöldið er svo á dagskrá heimildamynd um Alfreð Gíslason, annáll um handboltaárið 2019 og leikur Tottenham og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stöð 2 Sport 3 – Bikarúrslitaleikir í fótbolta Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir gamlir úrslitaleikir í bikarkeppnum karla og kvenna í fótbolta, frá morgni og fram yfir miðnætti. Stöð 2 Sport 4 – Landsleikir í beinni í e-fótbolta Það verða beinar útsendingar á Stöð 2 Sport 4 í dag þegar íslenska landsliðið í e-fótbolta keppir í Pro Evolution Soccer, í undankeppni EM. Fyrsti leikur er gegn Rússlandi kl. 16 og eru leikirnir fjórir talsins. Einnig verða sýndar útsendingar frá úrslitaleikjum í Counter-Strike og League of Legends í íslensku deildinni. Stöð 2 Golf – Þættir um The Open og hápunktar úr PGA Golfunnendur geta horft á þætti um The Open frá síðustu fimm árum og séð helstu tilþrifin á þessu sögufræga móti. Þar verða einnig hápunktar úr PGA-mótaröðinni í fyrra og í vetur. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Rafíþróttir Dominos-deild karla Íslenski boltinn Enski boltinn Seinni bylgjan Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira