Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða landsmönnum upp á skemmtun beint heim í stofu á tímum samkomubanns.
Í dag er boðið upp á listamannaspjall. Dansararnir Valgerður Rúnarsdóttir og Sólbjört Sigurðardóttir ræða við Hjört Jóhann Jónsson um dans. Einnig ræða þau uppsetninguna á Ríkharði III en Valgerður var danshöfundur sýningarinnar og Sólbjört fór með stórt hlutverk.
Hægt er að sjá útsendinguna í spilaranum hér fyrir neðan.