Nýyrði á fordæmalausum tímum: Kóviti, koviðmágur og smitskömm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2020 14:00 Sóttkví og Samgöngubann prýddi forsíðu fylgirits Fréttablaðsins í dag og vakti athygli. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög