Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. mars 2020 14:30 Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um Ísland. Lesendur Vísis fá að fylgjast með honum alla daga ferðalagsins. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. Ferðadagbókin hans mun bæði birtast hér á Vísi og svo koma myndböndin líka til með að vera í Bítinu á Stöð 2. Planið hans Garps er einfalt. Að skoða landið okkar með því að keyra hringinn á tíu dögum. Ísland er nánast án allra ferðamanna í augnablikinu svo Garpur á von á því að þetta verði frekar tómlegt en hann sér það alls ekki sem eitthvað neikvætt. „Núna er frekar einstakt að geta upplifað þetta, í einsemd,“ sagði Garpur í viðtali í Bítinu í morgun áður en hann lagði af stað. Garpur er vanur leiðsögumaður og ferðast einnig mikið á eigin vegum. hann hefur samt lent í því að ferðamenn sýni myndir af stað sem hann þekkir ekki.Vísir/Garpur Reynisfjaran mannlaus Garpur hefur starfað sem leiðsögumaður í mörg ár og ferðast einnig mikið sjálfur. Hann er því vanur því að heimsækja alla helstu ferðamannastaðina þegar erfitt er að ná mynd án þess að hundruð túrista séu inni á myndinni. Eftir að kórónuveiran byrjaði að gera vart við sig hér á landi fækkaði ferðamönnum mjög hratt. „Ég fór á eitthvað flakk og niður í Reynisfjöru og þar var enginn. Ég hugsaði „vá hvað þetta er geggjað!“ Auðvitað er ömurlegt að þetta ástand sé en það er samt mikið af plúsum og jákvæðni alls staðar sem maður þarf bara að finna,“ segir Garpur í samtali við Vísi um það hvernig hugmyndin kviknaði. „Ég fann hvað það var gaman að koma eins og í Reynisfjöru sem er venjulega troðfull af ferðamönnum og það var bara enginn þar. Þannig að allt í einu varð nálægðin við náttúruna svakalega mikil.“ Það var þá sem Garpur fékk þá hugmynd að fara af stað í þetta ferðalag, aleinn með GoPro-vélar, myndavélar og dróna með sér. View this post on Instagram A post shared by Garpur I Elísabetarson (@garpure) on Mar 12, 2020 at 4:24am PDT Spenntur fyrir Norðurlandi „Ég er að koma að Geysissvæðinu,“ sagði Garpur þegar blaðamaður tók stöðuna á honum rétt í þessu. Fyrsta ferðadagbókin birtist á Vísi á morgun og þá má sjá allt sem hann skoðaði og gerði á fyrsta degi ferðalagsins. Markmið Garps er að sýna hvað íslensku náttúruperlurnar eru nálægt okkur og hvetja vonandi þannig Íslendinga til að kynnast landinu sínu enn betur. Sjálfur hefur hann unnið mikið á suðausturströndinni eins og hún leggur sig. „Ég er því spenntur að sjá það í þeirri eyði sem það nú er. Núna er ég spenntur fyrir Norður- og Norðausturlandi og að fá tíma og næði til þess að skoða það almennilega. Ég er alveg fáránlega spenntur fyrir þessu.“ Viðtalið við Garp í Bítinu í morgun má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Vísir - Garpur Elísabetarson Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðalangur í eigin landi Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira