Móður NBA stjörnu haldið sofandi í öndunarvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 18:00 Karl-Anthony Towns hefur spilað mjög vel með Minnesota Timberwolves í NBA deildinni á þessu tímabili. Getty/Kevork Djansezian NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins. Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð. "This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF— CNN (@CNN) March 25, 2020 Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns. „Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns. Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020 Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína. „Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega. „Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél. View this post on Instagram Sharing my story in the hopes that everyone stays at home! We need more equipment and we need to help those medical personnel on the front lines. Thank you to the medical staff who are helping my mom. You are all the true heroes! Praying for all of us at this difficult time. A post shared by Karl-Anthony Towns (@karltowns) on Mar 24, 2020 at 9:48pm PDT NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira
NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins. Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð. "This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF— CNN (@CNN) March 25, 2020 Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns. „Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns. Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020 Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína. „Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega. „Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél. View this post on Instagram Sharing my story in the hopes that everyone stays at home! We need more equipment and we need to help those medical personnel on the front lines. Thank you to the medical staff who are helping my mom. You are all the true heroes! Praying for all of us at this difficult time. A post shared by Karl-Anthony Towns (@karltowns) on Mar 24, 2020 at 9:48pm PDT
NBA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Sjá meira