„Ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2020 16:46 Daði ætlar ekki að taka þátt í Söngvakeppninni aftur. Hann getur aftur á móti hugsað sér að semja lag. „Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr. Eurovision Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
„Fyrir mig persónulega er þetta ekkert rosalega svekkjandi þannig séð en mér finnst leiðinlegt að hafa misst af tækifærinu að prófa þetta og taka þátt í þessu brjálæði sem Eurovision er,“ segir Daði Freyr í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í síðustu viku var tilkynnt að lög sem höfðu verið valin til þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár verða ekki gjaldgeng þegar keppnin verður að haldin að ári liðnu. Fáir misstu af því þegar tilkynnt var að ekkert verði af Eurovision í ár, sem átti að fara fram í Rotterdam í maí. Framlagi Íslands, laginu Think About Things í flutningi Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins, hafði verið spáð góðu gengi í keppninni og var jafnan í efstu sætum hjá veðbönkum. „Fyrir minn ferill hefur þetta verið rosalega mikill stökkpallur og því get ég ekki kvartað mikið. Nú er ég kominn með bókara og er að tala við útgáfufyrirtæki og það eru öll plötufyrirtækin að reyna ná í mig,“ segir Daði sem var því næst spurður hvort hann væri til í að taka aftur þátt í Söngvakeppninni. „Nei, ég mun ekki taka þátt í Söngvakeppninni. Við erum búin að vinna þessa keppni einu sinni og ef ég myndi fara aftur þá myndi manni finnast eins og fólk ætti bara að kjósa mann út af því að við vorum búin að vinna einu sinni og fórum ekki í keppnina. Það myndi síðan ekki koma vel út fyrir mig að taka aftur þátt og vinna ekki keppnina.“ Vangaveltur hafa verið í samfélaginu um það hvort rétt væri að leyfa Daða Frey að semja lag eða lög fyrir keppnina á næsta ári. Mögulega gæti þjóðin kosið á milli slíkra laga sem myndi þýða breytt fyrirkomulag hjá Ríkissjónvarpinu með Söngvakeppnina. „Ég er mögulega til í að semja lag en ég fer ekki aftur í Söngvakeppnina,“ segir Daði Freyr.
Eurovision Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira