Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 12:59 Aldrei hafa fleiri sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á einni viku en nú. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir manna um bætur. Fyrra met var um 700.000 manns í október árið 1982. AP/John Minchillo Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. Fjöldinn sem sótti um bætur nú er talinn vísbending um umfang uppsagna. Fjöldi fyrirtækja hefur sagt upp fyrirtækjum vegna hríðminnkandi eftirspurnar sem er tilkomin vegna faraldursins og viðbragða yfirvalda til að hefta útbreiðslu hennar. AP-fréttastofan segir að búist sé við því að enn frekari uppsagnir séu í vændum í Bandaríkjunum sem sigla nú inn í efnahagskreppu. Það er mikill viðsnúningur því í febrúar mældist atvinnuleysi 3,5% og hafði ekki verið lægra í hálfa öld. Hagfræðingar óttast að allt að 30% samdráttur gæti orðið á næsta ársfjórðungi. Þrátt fyrir að þær 3,3 milljónir manna sem sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku séu fjórfalt fleiri en fyrra met sem var sett árið 1982 er talið að talan gefi ekki rétta mynd af atvinnuleysinu. Fjölmargir sem hafi misst vinnuna undanfarna daga hafi ekki náð inn á vefsíður ríkja og símaver vegna álags á þau. Þannig eru líkur á að enn fleiri hefðu sótt um bætur hefðu þeir getað það. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt sögulegan björgunarpakka sem á að lina þjáningar bandaríska hagkerfisins á meðan faraldurinn stendur yfir. Í honum er meðal annars gert ráð fyrir lánum til fyrirtækja til að gera þeim kleift að halda í starfsfólk en einnig stórauknir fjármunir í atvinnuleysisbætur. Fleirum verður gert kleift að sækja um bætur og lengur.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun. 26. mars 2020 09:09