Sara Björk vill ekkert staðfesta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2020 17:11 Sara Björk fagnar marki Wolfsburg gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Johannes Simon/UEFA via Getty Images Fyrr í dag greindum við frá því að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, væri á leið til franska stórliðsins Lyon. Hún vill þó ekki staðfesta vistaskiptin en hún er þó á leið frá þýska félaginu Wolfsburg í sumar eftir fjögur farsæl ár. RÚV heyrði í Söru Björk varðandi vistaskiptin en Lyon er án efa stærsta og besta lið Evrópu en liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðastliðin fjögur ár. „Eins og staðan er núna þá ætla ég ekki að staðfesta neitt. Það eru búnir að vera einhverjir orðrómar í fréttum en ekkert sem ég ætla að kommenta á núna,“ sagði Sara Björk í viðtalinu. Hún viðurkenndi þó að það væri mikill heiður að vera orðuð við stórlið á borð við Lyon. „Þetta er bara besta liðið í heiminum og auðvitað má maður vera það.“ Lyon er í raun rökrétt skref upp á við fyrir Söru sem hefur verið í lykilhlutveri hjá Wolfsburg síðan hún kom til liðsins fyrir fjórum árum. Hefur liðið unnið þýsku úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og farið langt í Meistaradeild Evrópu sama tíma. „Ég var búin að ákveða að framlengja ekki samningnum við Wolfsburg eftir sumarið þannig að ég er að fara í sumar. Frakkland, England og Spánn eru spennandi kostir. Á Englandi er mikil þróun í kvennaknattspyrnunni en svo sér maður að allar þessar deildir eru að stækka og verða betri.“ Það verður forvitnilegt að sjá hvort Sara Björk fari til Lyon en þar með væri hún komin í fámennan hóp íslenskra íþróttamanna sem hafa leikið með bestu liðum Evrópu, og jafnvel heims, í sinni íþrótt. Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Fyrr í dag greindum við frá því að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, væri á leið til franska stórliðsins Lyon. Hún vill þó ekki staðfesta vistaskiptin en hún er þó á leið frá þýska félaginu Wolfsburg í sumar eftir fjögur farsæl ár. RÚV heyrði í Söru Björk varðandi vistaskiptin en Lyon er án efa stærsta og besta lið Evrópu en liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu síðastliðin fjögur ár. „Eins og staðan er núna þá ætla ég ekki að staðfesta neitt. Það eru búnir að vera einhverjir orðrómar í fréttum en ekkert sem ég ætla að kommenta á núna,“ sagði Sara Björk í viðtalinu. Hún viðurkenndi þó að það væri mikill heiður að vera orðuð við stórlið á borð við Lyon. „Þetta er bara besta liðið í heiminum og auðvitað má maður vera það.“ Lyon er í raun rökrétt skref upp á við fyrir Söru sem hefur verið í lykilhlutveri hjá Wolfsburg síðan hún kom til liðsins fyrir fjórum árum. Hefur liðið unnið þýsku úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og farið langt í Meistaradeild Evrópu sama tíma. „Ég var búin að ákveða að framlengja ekki samningnum við Wolfsburg eftir sumarið þannig að ég er að fara í sumar. Frakkland, England og Spánn eru spennandi kostir. Á Englandi er mikil þróun í kvennaknattspyrnunni en svo sér maður að allar þessar deildir eru að stækka og verða betri.“ Það verður forvitnilegt að sjá hvort Sara Björk fari til Lyon en þar með væri hún komin í fámennan hóp íslenskra íþróttamanna sem hafa leikið með bestu liðum Evrópu, og jafnvel heims, í sinni íþrótt.
Fótbolti Þýski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15