Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:00 Garpur ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Fallegt hrafnapar náði athygli hans á jökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30