Sex á gjörgæslu og í öndunarvél Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. mars 2020 12:04 Þrír voru í öndunarvél á Landspítalanum í gær. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einum sólarhring. Vísir/Vilhelm Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira