Bob Dylan gefur út sitt fyrsta lag í átta ár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2020 08:23 Bob Dylan á tónleikum í Hyde Park í London á síðasta ári. Vísir/Getty Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistargoðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan hefur gefið út sitt fyrsta lag í átta ár. Lagið, sem er rétt tæpar 17 mínútur og ber heitið Murder Most Foul, fjallar um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Kennedy var myrtur í Dallas-borg í Texas í nóvember árið 1963. Upphafslínur lagsins, sé þeim snarað yfir á íslensku eru á þessa leið: „Það var dimmur dagur í Dallas, 1963, sem mun lifa í svívirðu.“ Dylan deildi laginu á Twitter í gær, þar sem hann skrifaði kveðju til aðdáenda sinna. „Kveðjur til aðdáenda minna og fylgjenda, með þökkum fyrir allan stuðning ykkar og tryggð í gegn um áranna rás. Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir nokkru síðan sem ykkur gæti þótt áhugavert. Verið örugg, verið vakandi og megi Guð vera með ykkur,“ skrifaði Dylan á Twitter. Áhugafólk um rokksöguna keppist við að finna vísanir í þekkt lög sem Dylan sparar hvergi í textagerðinni þegar þessi mikli bálkur er annars vegar. Dylan hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 1973, en hann hefur alls unnið til ellefu slíkra. Þá hefur Dylan einnig hlotið Pulitzer- og Nóbelsverðlaun fyrir tónlist sína og texta. Hér að neðan má heyra lagið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira