Segir Covid-göngudeildina hafa skipt miklu máli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 23:15 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir „Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Þetta sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en hann var til viðtals í Víglínunni í dag. Hann sagði að vel hafi tekist til að halda kórónuveirusmitum í skefjum hér á landi. Spár sem teymi hans hjá Háskóla Íslands gerðu um líklega þróun Covid-19 hér á landi reyndust nokkuð nákvæmar en spálíkan HÍ gerði meðal annars ráð fyrir að toppi faraldursins yrði náð hér á landi í byrjun apríl. „Við erum komin á niðurleið og eins og við spáum hérna í mars þá myndum við toppa í byrjun apríl og það stóðst. Svo erum við á leiðinni niður þá erum við á leið nokkuð hratt virðist vera en það hefur líka gengið mjög vel að fylgjast með fólki hér á landi. Þessi göngudeild er greinilega að gera mjög góða hluti og heilsugæslan og heilbrigðiskerfið þannig að það er fylgst með fólki, hvenær það er búið að ná sér,“ sagði Thor. „Það kom okkur kannski aðeins á óvart hvað hraðinn í því hefur verið góður og þar erum við jafnvel betri en við þorðum að vona en enn sem komið er er þetta að fara hægt og rólega niður og þetta er ekki búið.“ Undanfarna daga hafa um tíu kórónuveirusmit greinst dag hvern og telur Thor það lofa mjög góðu. Stór hluti þeirra sem greinst hafa nýlega eru þó nokkuð ungir miðað við fyrri greiningar, en lang flestir sem greinst hafa undanfarna daga hafa verið í aldurshópnum 18-29 ára. Thor sagði óvíst hvað hægt sé að lesa úr því en að nóg verði um rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Spálíkan HÍ um þróun Covid-19 hér á landi.Vísir/ HÞ „Við héldum að [virk smit] yrðu fleiri, við héldum að það yrðu fleiri veikir lengur en það varð ekki raunin þannig að svörtu punktarnir sem sýna virku smitin miðað við dökku línuna okkar sem er svona miðspáin, punktarnir fylgja þá frekar einhverju sem við hefðum getað sett á þessa mynd sem kalla mætti bjartsýnisspá. Þannig að hérna hefur tekist mjög vel að passa upp á veikindi fólks í þessum faraldri.“ Þá sagði hann gögn frá Kína hafa nýst vel þegar vinna hófst við að gera spálíkön fyrir Ísland. Þá hafi sú staðreynd að stjórn hafi náðst á útbreiðslu faraldursins hafa skipt sköpum. Gætt hefur á áhyggjum um að gögnum frá Kína sé ekki hægt að treysta en Thor sagði það óþarfi. Það sem mestu máli skipti sé að stjórn á faraldrinum hafi náðst. „Mér finnst algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því að gögnin frá Kína, það er svolítið verið að velta því fyrir sér hvort hægt sé að treysta á þau, það er ekki eitthvað vandamál heldur þetta bara að þeir sýndu að það væri hægt að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Thor. „Hefðum við ekki haft neina svoleiðis vitneskju þegar við vorum að fara af stað með okkar spár að það væri hægt að hafa stjórn, þá hefðum við ekkert getað búið til svona sviðsmynd að hér næðist toppur og hann færi niður. Það er það sem við þurfum að nýta okkur, ekki endilega tölurnar sjálfar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Þetta sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en hann var til viðtals í Víglínunni í dag. Hann sagði að vel hafi tekist til að halda kórónuveirusmitum í skefjum hér á landi. Spár sem teymi hans hjá Háskóla Íslands gerðu um líklega þróun Covid-19 hér á landi reyndust nokkuð nákvæmar en spálíkan HÍ gerði meðal annars ráð fyrir að toppi faraldursins yrði náð hér á landi í byrjun apríl. „Við erum komin á niðurleið og eins og við spáum hérna í mars þá myndum við toppa í byrjun apríl og það stóðst. Svo erum við á leiðinni niður þá erum við á leið nokkuð hratt virðist vera en það hefur líka gengið mjög vel að fylgjast með fólki hér á landi. Þessi göngudeild er greinilega að gera mjög góða hluti og heilsugæslan og heilbrigðiskerfið þannig að það er fylgst með fólki, hvenær það er búið að ná sér,“ sagði Thor. „Það kom okkur kannski aðeins á óvart hvað hraðinn í því hefur verið góður og þar erum við jafnvel betri en við þorðum að vona en enn sem komið er er þetta að fara hægt og rólega niður og þetta er ekki búið.“ Undanfarna daga hafa um tíu kórónuveirusmit greinst dag hvern og telur Thor það lofa mjög góðu. Stór hluti þeirra sem greinst hafa nýlega eru þó nokkuð ungir miðað við fyrri greiningar, en lang flestir sem greinst hafa undanfarna daga hafa verið í aldurshópnum 18-29 ára. Thor sagði óvíst hvað hægt sé að lesa úr því en að nóg verði um rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Spálíkan HÍ um þróun Covid-19 hér á landi.Vísir/ HÞ „Við héldum að [virk smit] yrðu fleiri, við héldum að það yrðu fleiri veikir lengur en það varð ekki raunin þannig að svörtu punktarnir sem sýna virku smitin miðað við dökku línuna okkar sem er svona miðspáin, punktarnir fylgja þá frekar einhverju sem við hefðum getað sett á þessa mynd sem kalla mætti bjartsýnisspá. Þannig að hérna hefur tekist mjög vel að passa upp á veikindi fólks í þessum faraldri.“ Þá sagði hann gögn frá Kína hafa nýst vel þegar vinna hófst við að gera spálíkön fyrir Ísland. Þá hafi sú staðreynd að stjórn hafi náðst á útbreiðslu faraldursins hafa skipt sköpum. Gætt hefur á áhyggjum um að gögnum frá Kína sé ekki hægt að treysta en Thor sagði það óþarfi. Það sem mestu máli skipti sé að stjórn á faraldrinum hafi náðst. „Mér finnst algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því að gögnin frá Kína, það er svolítið verið að velta því fyrir sér hvort hægt sé að treysta á þau, það er ekki eitthvað vandamál heldur þetta bara að þeir sýndu að það væri hægt að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Thor. „Hefðum við ekki haft neina svoleiðis vitneskju þegar við vorum að fara af stað með okkar spár að það væri hægt að hafa stjórn, þá hefðum við ekkert getað búið til svona sviðsmynd að hér næðist toppur og hann færi niður. Það er það sem við þurfum að nýta okkur, ekki endilega tölurnar sjálfar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira