Engin merki um að ónæmissvar eða veikindi séu ólík milli L- og S-afbrigða kórónuveirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2020 18:29 Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða Vísir/Vilhelm Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Þegar fregnir fóru að berast af kórónuveirunni leið ekki langur tími þar til greint var frá því að hún hefði stökkbreyst. Annars vegar var S-afbrigði veirunnar og L-afbrigði veirunnar. S-afbrigðið átti að vera vægara afbrigðið, það er að segja að þeir sem smituðust af því áttu ekki að veikjast eins mikið og þeir sem smituðust af L-afbrigðinu. Í framhaldinu vöknuðu spurningar um hvort þeir sem hefðu náð sér eftir að hafa smitast af S-afbrigðinu gætu í framhaldinu smitast af L-afbrigðinu og öfugt. Við þessu er ekki fullnægjandi svar. Hins vegar er ekkert hingað til sem bendir til þess að hægt sé að sýkjast aftur af nýju kórónuveirunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Óljóst hvort hægt er að skipta veirunni í tvo flokka Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður á upplýsingafundi almannavarna í gær hvort möguleiki væri á því að smitast af báðum afbrigðum veirunnar, bæði saman og í sitthvoru lagi. „Það er kannski óljóst hvort það er hægt að skipta veirunni upp í þessa tvo flokka,“ svaraði Þórólfur og bætti við: „Hún hefur greinilega meiri breytileika í sér en bara L og S. Hvað það þýðir nákvæmlega er ekki vitað.“ Þá sé heldur ekki vitað nákvæmlega hvort ónæmi gegn einni tegund af þessari veiru, ef hægt er að skilgreina hana þannig, valdi ónæmi gegn annarri að sögn Þórólfs. „Þetta á eftir að skýrast betur en það virðist ekki vera eins og Kína og á þeim stöðum þar sem faraldurinn er genginn yfir, allavega enn sem komið er, það er allavega ekki kominn annar faraldur til dæmis. Þetta bara vitum við ekki nákvæmlega hvernig verður,“ sagði Þórólfur. Mikil gagnrýni á þessa „uppgötvun" Undir þetta tekur Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, sem ritaði grein á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem hann svaraði spurningunni hvort hægt sé að smitast tvisvar af kórónuveirunni? Jón Magnús segir í samtali við Vísi að vísindamenn við Peking-háskólann í Kína, Xialou Tang og kollegar hans, hefðu rannsakað erfðamengi veirunni úr 103 sýnum og fundið tvær algengar stökkbreytingar og skilgreindu út frá því tvö afbrigði: L og S. „Hins vegar hefur mikil gagnrýni komið fram eftir að greinin birtist og, í stuttu máli, eru ekki næg gögn til staðar sem styðja að um mismunandi afbrigði sé að ræða,“ segir Jón Magnús. Hann bendir á að munurinn á milli veiranna felist í einum tilteknum stað í erfðamenginu með óljósa þýðingu. „Það eru engin gögn sem sýna að munurinn á milli „afbrigðanna“ breyti nokkru varðandi dreifingu, enn síður einkenni og alvarleika veikinda. Það er að sama skapi engin merki um að ónæmi sé mismunandi milli þessara „afbrigða”,“ segir Jón Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira