Guðjón Valur: Menn fara ekki fyrst í 41 árs skúffuna þegar þeir leita sér að leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 08:30 Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki með Paris Saint Germain í frönsku deildinni í vetur. Getty/Catherine Steenkeste Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér. Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með franska stórliðinu Paris Saint Germain í vetur en eins og í öðrum deildum í Evrópu þá var leikjum frestað vegna útbreiðslu COVID-19. Samningur Guðjóns Vals og franska liðsins rennur út í sumar. Guðjón Valur tók þá ákvörðun fyrir tólf dögum að fara til Íslands og hefur verið í sóttkví síðan. „Þannig að opinberlega máttum við ekki fara en á bak við tjöldin skildu þeir okkur vel. Þannig að það var í rauninni ekkert sagt við okkur nema hugsið þið vel um ykkur, reynið að vera í formi og við látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í viðtali við gamla herbergisfélaga sinn Einar Örn Jónsson hjá Rúv. Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur árið 1979 og heldur því upp á 41 árs afmælið sitt í ágúst. Hann ætlaði ekki að hætta í handbolta í sumar en veit núna ekkert hvað tekur við hjá honum. „Það er ekki gripið fyrst í 41 árs skúffuna held ég til þess að leita sér að nýjum leikmönnum. Þetta er bara staðreyndin hjá mér. Það eina sem ég hefði verið til í að gera er að ég hefði viljað klára þetta tímabil á einhvern hátt,“ sagði Guðjón Valur í fyrrnefndu viðtali. Guðjón Valur fór út í atvinnumennsku sumarið 2001 og hefðu náð því að leika í tuttugu ár í atvinnumennsku hefði hann spilað 2020-21 tímabilið. Guðjón Valur hefur spilað í Þýskalandi, Danmörku, Spáni og Frakklandi og með bestu liðum heims eins og Kiel, Barcelona og Paris Saint Germain. „Það er svona fótunum kippt undan öllum en það er náttúrulega ekki bara okkur heldur bara liggur við heilu samfélögunum. En ef þetta endar svona þá er það bara þannig og maður getur ekkert í rauninni gert í því nema að taka það jákvæða sem maður hafði og vera þakklátur fyrir ferilinn sem maður hafði ef þetta endar svona.“ segir Guðjón Valur í viðtalinu við Einar Örn sem sjá má með því að smella hér.
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira