Feðgar fluttu stuðningsmannasöng til Víðis, Þórólfs og Ölmu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2020 11:30 Fallegur flutning hjá þessum feðgum. Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Feðgarnir Leifur Geir Hafsteinsson og Kristján Steinn Leifsson sendu frá sér myndband á Facebook í gær þar sem þeir fluttu stuðningsmannasöng til Víðis Reynissonar, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller. Lagið heitir Ferðumst innanhúss og leikur Leifur á gítar og Kristján á trompet. Myndbandið hefur vakið töluverða athygli á miðlinum en þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á það 1500 sinnum. Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Hér fyrir neðan er textinn við lagið. FERÐUMST INNANHÚSS 1. Þú veist það eru viðsjárverðir tímar, Með landamæri lokuð víðast hvar En sútum ekki örlög, heldur húkkum okkur far Í ferðalag og freistum gæfunnar Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er tækifæri‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og ferðumst innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 2. Í tveggja metra fjarlægð kæra vina, Og ekki fleiri‘ en nítján á sama stað Í takmörkunum lífsins, þá líst mér best á það, Að bregða mér í ilmolíu-bað Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er heima-SPA af allra bestu gerð Oh við elskum svona stúss, Að dúllast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 3. Í leit að góðu matarævintýri, Er um að gera‘að reyna lítinn klæk, Í eldhúsinu tökum við höndum saman spræk Nei, við sækjum ekki vatnið yfir læk Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Garanterað að við fáum hagstætt verð Förum í fínasta púss, Og eldum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 4. Ef langar þig að hjóla út í buskann, En veðrið tekur úr þér alla drift Þá skelltu vatni‘í brúsann, og stingd‘í samband vift- -unni og taktu trainertúr á Zwift Góða ferð, góða ferð, hjólaferð, Þú átt Carbonhjóls af allra bestu gerð Já, ekki þetta fúss, Við hjólum innanhúss, Góða ferð, hjólaferð já góða ferð 5. Ef leiðigjörn er orðin blessuð stofan, Og eldhúsið svo hversdagslegt og grátt Þá ævintýrin bíða, það toppar enda fátt, Góða bílskúrsútilegu, yfir nátt Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er útilega‘af allra bestu gerð Já tínum til vort trúss, Og kúrum innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða ferð 6. Nú þurfa allir þétt að standa saman Og koma COVID-stríðinu á skrið, Ef efla viljum lýðheilsu og finna sálarfrið Við hlýðum Víði‘og ferðumst heima við Góða ferð, góða ferð, góða ferð, Þetta‘er upplifun af sérstökustu gerð Já, fáum úr því rúss, Að ferðast innanhúss, Góða ferð, verum sæl með góða innanhúsferð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira